Þessi þungaviktarbardagi verður 6 lotur og verður spennandi að sjá Kolla berjast aftur en hann barðist síðast í október í fyrra þar sem hann kláraði andstæðinginn með glæsilegu rothöggi.
Kolli á 13 bardaga að baki sem atvinnumaður og hefur unnið þá alla og sjö þeirra hafa endað með rothöggi.
Þjálfari Kolla, Sugar Hill, er einn þekktasti þjálfari heims og hefur meðal annars þjálfað hinn eina sanna Tyson Fury.
„Loksins er komið að því að berjast aftur,“ segir Kolli. „Ég var í níu vikna æfingabúðum í sumar fyrir bardaga sem varð því miður ekki af þar sem andstæðingur minn þurfi að hætta við bardagann. Kannski sem betur fer fyrir hann. Ég barðist síðast í október í fyrra og mun mæta grimmur til leiks og mun nýta tækifærið og sýna heiminum hverju ég er búinn að vera að vinna í síðasta árið.“