Fjárfestingafélag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð
![Óbeinn eignarhlutur félags Heiðars í HS Veitum nemur um 1.200 milljónum króna.](https://www.visir.is/i/CA2593EA7F2D914AB28CAAEF6D9A9F089C020B8346BA725BAF45ED853EF5AF00_713x0.jpg)
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.