„Erum farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. september 2023 21:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum. HK komst tvisvar yfir og var einum manni fleiri nánast allan leikinn. Ómari Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik. „Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
„Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira