Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði bjart að mestu syðra.
Hiti verði á bilinu fjögur til tólf stig að deginum og hlýjast á Suðvesturlandi.
„Næstu daga er útlit fyrir að lægðagangurinn sunnan og austan við landið muni lítið ná inná land og því mun allmennt vera fremur hófleg úrkoma þar sem hennar gætir.
Á móti kemur er að hlýja loftið sem þær bera með sér nær lítið að komast inná land og verður því hitastigið í svalara lagi, einkum þó fyrir norðan og austan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Gengur í austan- og suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
Á sunnudag: Austlæg átt, 5-13 m/s og sums staðar lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 9 stig, svalast norðaustantil.
Á mánudag: Norðaustanátt, skýjað að mestu, en sums staðar smá væta við sjávarsíðuna. Hiti 1 til 7 stig, mildast á Suðurlandi.
Á þriðjudag: Hæg breytileg átt, víða skýjað og þurrt. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag: Vaxandi austan- og norðaustanátt og rigning, en þurrt fyrir norðan fram eftir degi og síðar rigning eða slydda þar. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan en rigningu eða slyddu syðra. Fremur kalt í veðri.