Ryder bikarinn: Ósætti innan bandaríska hópsins Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 14:20 Patrick Cantlay og Wyndham Clark stilla sér upp fyrir viðureign þeirra við Matt Fitzpatrick og Rory McIlroy. Cantlay er sagður hafa neitað að bera húfu liðsins í mótmælaskyni Vísir/Getty Bandaríkjamenn hafa farið herfilega af stað í Ryder bikarnum en freista þess að rétta hlut sinn í seinni viðureignum dagsins. Til að bætu gráu ofan á svart berast fréttir af ósætti innan hópsins. Patrick Cantlay ku vera ósáttur við að bandarísku kylfingarnir fái ekki greitt fyrir þátttöku sína í mótinu og í mótmælaskyni neitar hann að bera derhúfu liðsins á vellinum en hún er hluti af búningi liðsins. Cantlay er ekki á neinu flæðiskeri staddur en hann þénaði um 15 milljónir dollara í fyrra og er kominn yfir 13 milljónir þetta árið. Þá hafa borist fréttir af því að Cantlay og Xander Schauffele, sem eru nánir vinir, séu ósammála um þessi mál og sitji nú eins langt frá öðrum og þeir geta í búningsklefa liðsins. Seinni umferð dagsins er nú í fullum gangi í Róm og leiða Bandaríkjamenn með fjórum stigum í þeim tveimur viðureignum sem eru lengst komnar en leiknar hafa verið 14 og tólf holur í þeim viðureignum. Morikawa puts USA 6 UP with six to play! #RyderCup pic.twitter.com/8vOCSix6qy— Ryder Cup (@rydercup) September 30, 2023 Evrópuliðin eru aftur á móti í forystu í seinni tveimur viðureignum dagsins en leiða þó aðeins með einu stigi í hvorri viðureign. Fylgjast má með stöðunni í viðureignunum á vefsíðu mótsins. Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Patrick Cantlay ku vera ósáttur við að bandarísku kylfingarnir fái ekki greitt fyrir þátttöku sína í mótinu og í mótmælaskyni neitar hann að bera derhúfu liðsins á vellinum en hún er hluti af búningi liðsins. Cantlay er ekki á neinu flæðiskeri staddur en hann þénaði um 15 milljónir dollara í fyrra og er kominn yfir 13 milljónir þetta árið. Þá hafa borist fréttir af því að Cantlay og Xander Schauffele, sem eru nánir vinir, séu ósammála um þessi mál og sitji nú eins langt frá öðrum og þeir geta í búningsklefa liðsins. Seinni umferð dagsins er nú í fullum gangi í Róm og leiða Bandaríkjamenn með fjórum stigum í þeim tveimur viðureignum sem eru lengst komnar en leiknar hafa verið 14 og tólf holur í þeim viðureignum. Morikawa puts USA 6 UP with six to play! #RyderCup pic.twitter.com/8vOCSix6qy— Ryder Cup (@rydercup) September 30, 2023 Evrópuliðin eru aftur á móti í forystu í seinni tveimur viðureignum dagsins en leiða þó aðeins með einu stigi í hvorri viðureign. Fylgjast má með stöðunni í viðureignunum á vefsíðu mótsins. Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira