Félagið Icelandic Water endurgreiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock
![Svínn Johan Dennelind, sem er í forsvari fyrir félagið Iceland Star Property sem hefur eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings, og Jón Ólafsson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins. Fjárhagur félagsins var endurskipulagður í sumar með skuldbreytingu á kröfum í hlutafé og auknu fjármagni sem kom frá nýjum fjárfesti.](https://www.visir.is/i/223B5D30A3A745DD61237408BC495CB9590D3A5B040F9AF3C0517FD057ECBF13_713x0.jpg)
Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/6F632D573B33D4FFCC6F5F8F86A14A6885B54378D3A5B57D35565ECB57F190F1_308x200.jpg)
Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa
Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu.
![](https://www.visir.is/i/AF9918FF96A32E422ED27F87C4AC259189228C5338AAA05ABFBAC692A68B5778_308x200.jpg)
Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum
Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.