Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. október 2023 07:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Hér er hann í púltinu í morgun. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var klukkan 8:30. Fulltrúar nefndarinnar munu rökstyðja ákvörðun sína og sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Þróunin í samræmi við mat nefndarinnar Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. „Verðbólga hefur aukist á ný og mældist 8% í september. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða. Hagvöxtur mældist 5,8% á fyrri hluta þessa árs en var ríflega 7% á síðasta ári. Nokkuð hefur því hægt á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að hægt hafi enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli,“ segir í yfirlýsingunni. Ákveðið að staldra við Þá segir einnig að á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar en næsti ákvörðunardagur er 22. nóvember, að átta vikum liðnum. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan. Einnig verður hægt fylgjast með málinu í vaktinni þar að neðan þar sem fréttastofa mun segja frá ákvörðun nefndarinnar þegar hún liggur fyrir og því sem gerist á fréttamannafundi fulltrúa nefndarinnar klukkan 9:30. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. 29. september 2023 16:08