Lífið

Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óskar Logi Ágústsson er 29 ára gamall en er þrátt fyrir það meðal reynslumestu rokkara landsins.
Óskar Logi Ágústsson er 29 ára gamall en er þrátt fyrir það meðal reynslumestu rokkara landsins. Vísir/Vilhelm

„Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ó­geðs­lega sjálf­stæður og það urðu ein­hver kafla­skil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústs­son sem er gestur þessarar viku í Einka­lífinu.

Óskar Logi er einn reynslu­mesti rokkari landsins og hefur verið for­sprakki hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006. Þá var Óskar Logi tólf ára gamall en síðan þá hefur sveitin stigið á stokk í hundruð landa og á fjölda að­dá­enda um heim allan.

Við­tal við Óskar Loga mun birtast í heild sinni á morgun á Vísi. Í þættinum ræðir Óskar barn­æskuna, hvernig það er að vera stór­stjarna í út­löndum en einnig svip­legt frá­fall eldri bróður hans sem haft hefur mikil á­hrif á hann.

Hér má sjá stutt brot úr þættinum.

Klippa: ,,Ókei, ef þessir krakkar geta þetta, þá get ég þetta líka!

Hélt að allir myndu gleyma sér

„Ég hélt bara að allir myndu gleyma mér. Ég hélt að pabbi yrði bara eitt­hvað: „Við ætlum ekki að ná í hann í dag í skólann. Við erum búin að gleyma honum,“ segir Óskar léttur í bragði.

„Ég var svona þangað til í 3. eða 4. bekk. Ég var bara stress­bolti. Ég var eini krakkinn sem mátti vera með síma. Þá gat ég hringt og spurt: Manstu eftir mér?“

Óskar segir kvíðann hins vegar skyndi­lega hafa horfið. Hann hafi skyndi­lega orðið gríðar­lega sjálf­stæður.

„Stuttu eftir það sá ég School of Rock. Þá var ég bara: Þetta er mín köllun. Þá vissi ég það bara. Ókei, ef þessir krakkar geta þetta, þá get ég þetta líka!“

Við­talið við Óskar Loga í Einka­lífinu birtist í heild sinni á Vísi á morgun. Einnig verður hægt að hlusta á þáttinn í hlað­varps­formi á helstu streymis­veitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×