Fyrsti atvinnumaður Íslands hefði orðið hundrað ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 14:01 Albert Guðmundsson frá tíma sínum sem leikmaður Arsenal. Getty/S&G/PA Íslenska knattspyrnugoðsögnin Albert Guðmundsson fæddist 5.október 1923 og hefði því haldið upp á hundrað ára afmælið sitt í dag hefði hann lifað. Albert lést árið 1994. Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr. Valur KSÍ Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr.
Valur KSÍ Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira