HM-hópurinn: Hverjar eru öruggar, á þröskuldinum og hvað með Önnu Úrsúlu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2023 10:01 Arnars Péturssonar bíður það erfiða verkefni að velja HM-hóp Íslands. vísir Fimmtíu og fimm dagar eru þar til íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Vísir tekur stöðuna á landsliðshópnum. Ísland er í riðli með Slóveníu, Frakklandi og Angóla á HM sem hefst 29. nóvember. Degi seinna mætir íslenska liðið því slóvenska í Stavangri í fyrsta leik sínum á mótinu. Á dögunum valdi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson þá 35 leikmenn sem koma til greina til að spila á HM. Sextán leikmenn mega vera í hóp í hverjum leik og væntanlega verða allavega átján leikmenn teknir með til Noregs. Baráttan um sæti í HM-hópnum er því hörð. Í íslenska hópinn vantar fjóra leikmenn sem hefðu alltaf farið á HM: Rut Jónsdóttur, Steinunni Björnsdóttur, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Lovísu Thompson. Rut og Steinunn eru barnshafandi en Hrafnhildur Hanna og Lovísa meiddar. Karen Knútsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, er ekki enn byrjuð að spila aftur eftir barnsburð en hefði gert sterkt tilkall til að vera í HM-hópnum. Ellefu leikmenn eru öruggir með farseðil á HM að mati Vísis: Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Níu leikmenn eiga hins vegar afar takmarkaða möguleika á að vera í HM-hópnum, enda flestir ungir að aldri. Þetta eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Inga Dís Jóhannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Saga Sif Gísladóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir. Eftir standa því fjórtán leikmenn sem eru á þröskuldinum: Aldís Ásta Heimisdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Katla María Magnúsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þessir leikmenn eru þó misnálægt HM-hópnum. Elísa, Lilja og Þórey Anna verða að öllum líkindum í honum og ef Arnar velur þrjá markverði verður Sara Sif líklega fyrir valinu. Þessar fjórar voru allar í 21 manna hópi sem var valinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Auk þeirra og leikmannanna ellefu sem eru öruggir með HM-sæti voru Berglind, Birna Berg, Elín Rósa, Jóhanna Margrét, Katla María og Katrín Tinna valdar. Berglind og Katrín Tinna eru fyrst og síðast varnarmenn og fara varla báðar með. Elín Rósa gæti farið með sem þriðji leikstjórnandi og skotógn Birnu Berg gæti komið í góðar þarfir. Sem fyrr sagði eru Hrafnhildur Hanna og Lovísa fjarri góðu gamni og Ragnheiður Júlíusdóttir glímir enn við veikindi. Breiddin fyrir utan vinstra megin er því lítil sem opnar möguleika fyrir Jóhönnu Margréti og Kötlu Maríu og svo gæti farið að þær yrðu báðar teknar með til Noregs. Jóhanna Margrét spilar með Skara í Svíþjóð en Katla María með Selfossi í Grill 66 deildinni. Aldís Ásta var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum en getur leyst bæði stöðu vinstri skyttu og leikstjórnanda. Rakel Sara er í harðri samkeppni í hægra horninu og þarf væntanlega að bíta í það súra epli að sitja eftir. Svo er það Anna Úrsúla. Hún er hætt við að hætta í á að giska tíunda skiptið og byrjuð að spila með Val. Anna Úrsúla er 38 ára og hefur spilað stopult síðustu ár. En hún er líklega einstakasti leikmaður í sögu íslensks kvennahandbolta og býr yfir kostum sem aðrir leikmenn hafa ekki. Steinunn er ekki með og breiddin í miðri vörninni er ekkert sérstaklega mikil. Anna Úrsúla spilaði með íslenska landsliðinu á EM 2010 og 2012 og HM 2011. Lokar hún hringnum á HM 2023? Fleiri svör fást væntanlega í leikjunum gegn Lúxemborg og Færeyjum en spennandi verður að sjá hvaða leikmenn hljóta náð fyrir augum Arnars. Líklegur hópur Íslands í fyrsta leik á HM Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1) Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (39/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103) Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49) Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352) Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Ísland er í riðli með Slóveníu, Frakklandi og Angóla á HM sem hefst 29. nóvember. Degi seinna mætir íslenska liðið því slóvenska í Stavangri í fyrsta leik sínum á mótinu. Á dögunum valdi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson þá 35 leikmenn sem koma til greina til að spila á HM. Sextán leikmenn mega vera í hóp í hverjum leik og væntanlega verða allavega átján leikmenn teknir með til Noregs. Baráttan um sæti í HM-hópnum er því hörð. Í íslenska hópinn vantar fjóra leikmenn sem hefðu alltaf farið á HM: Rut Jónsdóttur, Steinunni Björnsdóttur, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Lovísu Thompson. Rut og Steinunn eru barnshafandi en Hrafnhildur Hanna og Lovísa meiddar. Karen Knútsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, er ekki enn byrjuð að spila aftur eftir barnsburð en hefði gert sterkt tilkall til að vera í HM-hópnum. Ellefu leikmenn eru öruggir með farseðil á HM að mati Vísis: Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Níu leikmenn eiga hins vegar afar takmarkaða möguleika á að vera í HM-hópnum, enda flestir ungir að aldri. Þetta eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Inga Dís Jóhannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Saga Sif Gísladóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir. Eftir standa því fjórtán leikmenn sem eru á þröskuldinum: Aldís Ásta Heimisdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Katla María Magnúsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þessir leikmenn eru þó misnálægt HM-hópnum. Elísa, Lilja og Þórey Anna verða að öllum líkindum í honum og ef Arnar velur þrjá markverði verður Sara Sif líklega fyrir valinu. Þessar fjórar voru allar í 21 manna hópi sem var valinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Auk þeirra og leikmannanna ellefu sem eru öruggir með HM-sæti voru Berglind, Birna Berg, Elín Rósa, Jóhanna Margrét, Katla María og Katrín Tinna valdar. Berglind og Katrín Tinna eru fyrst og síðast varnarmenn og fara varla báðar með. Elín Rósa gæti farið með sem þriðji leikstjórnandi og skotógn Birnu Berg gæti komið í góðar þarfir. Sem fyrr sagði eru Hrafnhildur Hanna og Lovísa fjarri góðu gamni og Ragnheiður Júlíusdóttir glímir enn við veikindi. Breiddin fyrir utan vinstra megin er því lítil sem opnar möguleika fyrir Jóhönnu Margréti og Kötlu Maríu og svo gæti farið að þær yrðu báðar teknar með til Noregs. Jóhanna Margrét spilar með Skara í Svíþjóð en Katla María með Selfossi í Grill 66 deildinni. Aldís Ásta var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum en getur leyst bæði stöðu vinstri skyttu og leikstjórnanda. Rakel Sara er í harðri samkeppni í hægra horninu og þarf væntanlega að bíta í það súra epli að sitja eftir. Svo er það Anna Úrsúla. Hún er hætt við að hætta í á að giska tíunda skiptið og byrjuð að spila með Val. Anna Úrsúla er 38 ára og hefur spilað stopult síðustu ár. En hún er líklega einstakasti leikmaður í sögu íslensks kvennahandbolta og býr yfir kostum sem aðrir leikmenn hafa ekki. Steinunn er ekki með og breiddin í miðri vörninni er ekkert sérstaklega mikil. Anna Úrsúla spilaði með íslenska landsliðinu á EM 2010 og 2012 og HM 2011. Lokar hún hringnum á HM 2023? Fleiri svör fást væntanlega í leikjunum gegn Lúxemborg og Færeyjum en spennandi verður að sjá hvaða leikmenn hljóta náð fyrir augum Arnars. Líklegur hópur Íslands í fyrsta leik á HM Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1) Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (39/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103) Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49) Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352)
Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1) Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (39/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103) Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49) Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira