HM-hópurinn: Hverjar eru öruggar, á þröskuldinum og hvað með Önnu Úrsúlu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2023 10:01 Arnars Péturssonar bíður það erfiða verkefni að velja HM-hóp Íslands. vísir Fimmtíu og fimm dagar eru þar til íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Vísir tekur stöðuna á landsliðshópnum. Ísland er í riðli með Slóveníu, Frakklandi og Angóla á HM sem hefst 29. nóvember. Degi seinna mætir íslenska liðið því slóvenska í Stavangri í fyrsta leik sínum á mótinu. Á dögunum valdi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson þá 35 leikmenn sem koma til greina til að spila á HM. Sextán leikmenn mega vera í hóp í hverjum leik og væntanlega verða allavega átján leikmenn teknir með til Noregs. Baráttan um sæti í HM-hópnum er því hörð. Í íslenska hópinn vantar fjóra leikmenn sem hefðu alltaf farið á HM: Rut Jónsdóttur, Steinunni Björnsdóttur, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Lovísu Thompson. Rut og Steinunn eru barnshafandi en Hrafnhildur Hanna og Lovísa meiddar. Karen Knútsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, er ekki enn byrjuð að spila aftur eftir barnsburð en hefði gert sterkt tilkall til að vera í HM-hópnum. Ellefu leikmenn eru öruggir með farseðil á HM að mati Vísis: Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Níu leikmenn eiga hins vegar afar takmarkaða möguleika á að vera í HM-hópnum, enda flestir ungir að aldri. Þetta eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Inga Dís Jóhannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Saga Sif Gísladóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir. Eftir standa því fjórtán leikmenn sem eru á þröskuldinum: Aldís Ásta Heimisdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Katla María Magnúsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þessir leikmenn eru þó misnálægt HM-hópnum. Elísa, Lilja og Þórey Anna verða að öllum líkindum í honum og ef Arnar velur þrjá markverði verður Sara Sif líklega fyrir valinu. Þessar fjórar voru allar í 21 manna hópi sem var valinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Auk þeirra og leikmannanna ellefu sem eru öruggir með HM-sæti voru Berglind, Birna Berg, Elín Rósa, Jóhanna Margrét, Katla María og Katrín Tinna valdar. Berglind og Katrín Tinna eru fyrst og síðast varnarmenn og fara varla báðar með. Elín Rósa gæti farið með sem þriðji leikstjórnandi og skotógn Birnu Berg gæti komið í góðar þarfir. Sem fyrr sagði eru Hrafnhildur Hanna og Lovísa fjarri góðu gamni og Ragnheiður Júlíusdóttir glímir enn við veikindi. Breiddin fyrir utan vinstra megin er því lítil sem opnar möguleika fyrir Jóhönnu Margréti og Kötlu Maríu og svo gæti farið að þær yrðu báðar teknar með til Noregs. Jóhanna Margrét spilar með Skara í Svíþjóð en Katla María með Selfossi í Grill 66 deildinni. Aldís Ásta var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum en getur leyst bæði stöðu vinstri skyttu og leikstjórnanda. Rakel Sara er í harðri samkeppni í hægra horninu og þarf væntanlega að bíta í það súra epli að sitja eftir. Svo er það Anna Úrsúla. Hún er hætt við að hætta í á að giska tíunda skiptið og byrjuð að spila með Val. Anna Úrsúla er 38 ára og hefur spilað stopult síðustu ár. En hún er líklega einstakasti leikmaður í sögu íslensks kvennahandbolta og býr yfir kostum sem aðrir leikmenn hafa ekki. Steinunn er ekki með og breiddin í miðri vörninni er ekkert sérstaklega mikil. Anna Úrsúla spilaði með íslenska landsliðinu á EM 2010 og 2012 og HM 2011. Lokar hún hringnum á HM 2023? Fleiri svör fást væntanlega í leikjunum gegn Lúxemborg og Færeyjum en spennandi verður að sjá hvaða leikmenn hljóta náð fyrir augum Arnars. Líklegur hópur Íslands í fyrsta leik á HM Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1) Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (39/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103) Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49) Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352) Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Ísland er í riðli með Slóveníu, Frakklandi og Angóla á HM sem hefst 29. nóvember. Degi seinna mætir íslenska liðið því slóvenska í Stavangri í fyrsta leik sínum á mótinu. Á dögunum valdi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson þá 35 leikmenn sem koma til greina til að spila á HM. Sextán leikmenn mega vera í hóp í hverjum leik og væntanlega verða allavega átján leikmenn teknir með til Noregs. Baráttan um sæti í HM-hópnum er því hörð. Í íslenska hópinn vantar fjóra leikmenn sem hefðu alltaf farið á HM: Rut Jónsdóttur, Steinunni Björnsdóttur, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Lovísu Thompson. Rut og Steinunn eru barnshafandi en Hrafnhildur Hanna og Lovísa meiddar. Karen Knútsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, er ekki enn byrjuð að spila aftur eftir barnsburð en hefði gert sterkt tilkall til að vera í HM-hópnum. Ellefu leikmenn eru öruggir með farseðil á HM að mati Vísis: Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Níu leikmenn eiga hins vegar afar takmarkaða möguleika á að vera í HM-hópnum, enda flestir ungir að aldri. Þetta eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Inga Dís Jóhannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Saga Sif Gísladóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir. Eftir standa því fjórtán leikmenn sem eru á þröskuldinum: Aldís Ásta Heimisdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Katla María Magnúsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þessir leikmenn eru þó misnálægt HM-hópnum. Elísa, Lilja og Þórey Anna verða að öllum líkindum í honum og ef Arnar velur þrjá markverði verður Sara Sif líklega fyrir valinu. Þessar fjórar voru allar í 21 manna hópi sem var valinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Auk þeirra og leikmannanna ellefu sem eru öruggir með HM-sæti voru Berglind, Birna Berg, Elín Rósa, Jóhanna Margrét, Katla María og Katrín Tinna valdar. Berglind og Katrín Tinna eru fyrst og síðast varnarmenn og fara varla báðar með. Elín Rósa gæti farið með sem þriðji leikstjórnandi og skotógn Birnu Berg gæti komið í góðar þarfir. Sem fyrr sagði eru Hrafnhildur Hanna og Lovísa fjarri góðu gamni og Ragnheiður Júlíusdóttir glímir enn við veikindi. Breiddin fyrir utan vinstra megin er því lítil sem opnar möguleika fyrir Jóhönnu Margréti og Kötlu Maríu og svo gæti farið að þær yrðu báðar teknar með til Noregs. Jóhanna Margrét spilar með Skara í Svíþjóð en Katla María með Selfossi í Grill 66 deildinni. Aldís Ásta var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum en getur leyst bæði stöðu vinstri skyttu og leikstjórnanda. Rakel Sara er í harðri samkeppni í hægra horninu og þarf væntanlega að bíta í það súra epli að sitja eftir. Svo er það Anna Úrsúla. Hún er hætt við að hætta í á að giska tíunda skiptið og byrjuð að spila með Val. Anna Úrsúla er 38 ára og hefur spilað stopult síðustu ár. En hún er líklega einstakasti leikmaður í sögu íslensks kvennahandbolta og býr yfir kostum sem aðrir leikmenn hafa ekki. Steinunn er ekki með og breiddin í miðri vörninni er ekkert sérstaklega mikil. Anna Úrsúla spilaði með íslenska landsliðinu á EM 2010 og 2012 og HM 2011. Lokar hún hringnum á HM 2023? Fleiri svör fást væntanlega í leikjunum gegn Lúxemborg og Færeyjum en spennandi verður að sjá hvaða leikmenn hljóta náð fyrir augum Arnars. Líklegur hópur Íslands í fyrsta leik á HM Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1) Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (39/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103) Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49) Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352)
Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1) Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (39/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103) Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49) Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira