Ármann jafnar Þór að stigum með góðum sigri Snorri Már Vagnsson skrifar 5. október 2023 22:15 Ármann vann góðan sigur í kvöld. Rafíþróttasamband Íslands Ármann er nú með jafn mörg stig og Þór í 2. sæti Ljósleiðaradeildarinnar. Ármann vann góðan 16-14 sigur á Saga í kvöld. Leikurinn fór fram í kjarnorkuverinu á Nuke þar sem Saga hófu leikinn í vörn. Fyrstu þrjár lotur leiksins fóru til leikmanna Saga í vörninni en Ármann hélt þó í við þá. Eftir sex lotur var staðan 4-2 fyrir Saga. Leikmenn Ármanns voru lengi að koma sér í gang en eftir erfiða byrjun virtust þeir loks hrökkva í gír og tóku lotu eftir lotu, staðan þá orðin 4-6. Eftir að hafa byrjaði leikinn betur sáu Saga-menn ekki ljósið í þó nokkurn tíma þar sem Ármann komu sér í stöðuna 4-9 í lotunum þar á eftir. Saga náðu þó að krafsa tvær lotur til viðbótar áður en hálfleikur skall á. Staðan í hálfleik: 6-9 Ármann hóf seinni hálfleikinn betur, en þeir tóku skammbyssulotuna. xZerq, leikmaður Saga fór þó á kostum í leiknum og hélt Saga inni í leiknum með flottri frammistöðu sinni í lotu 19 og kom stöðunni í 8-11. Kraken, leikmaður Ármanns var þó fljótur að finna sigurbraut Ármanns á ný þegar hann felldi þrjá leikmenn Saga á B-svæði Nuke. Staðan þá 9-12. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik og hvorugt lið virtist hafa almennilega yfirhönd á honum. Saga komu sér almennilega í leikinn aftur í seinni hálfleik með því að sækja eina og eina lotu. Loks náðu þeir að jafna stöðuna í 26. lotu og staðan þá 13-13. Við tóku æsispennandi lokalotur. Saga tóku forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 og staðan þá 14-13 en Ármann náði þá loksins að sigra lotu, 14-14. Guddi, nýjasti leikmaður Ármanns, sýndi stáltaugar í 29. lotu þegar hann var einn gegn tveimur leikmönnum Sögu en stóð einn eftir og aftengdi sprengjuna, 14-15. Leikmenn Saga voru þá með lítinn pening og þurftu að trúa á kraftaverk en allt kom fyrir ekki og Ármann tóku leikinn. Lokatölur: 14-16 Ármann stilla sér upp við hlið Þórs í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir vægast sagt æsispennandi lokalotur. Saga munu vera súrir með sitt, en á tímapunkti virtust þeir ætla að taka seríuna. Saga situr enn í 7. sæti deildarinnar með 2 stig. Rafíþróttir Tengdar fréttir Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31 Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikurinn fór fram í kjarnorkuverinu á Nuke þar sem Saga hófu leikinn í vörn. Fyrstu þrjár lotur leiksins fóru til leikmanna Saga í vörninni en Ármann hélt þó í við þá. Eftir sex lotur var staðan 4-2 fyrir Saga. Leikmenn Ármanns voru lengi að koma sér í gang en eftir erfiða byrjun virtust þeir loks hrökkva í gír og tóku lotu eftir lotu, staðan þá orðin 4-6. Eftir að hafa byrjaði leikinn betur sáu Saga-menn ekki ljósið í þó nokkurn tíma þar sem Ármann komu sér í stöðuna 4-9 í lotunum þar á eftir. Saga náðu þó að krafsa tvær lotur til viðbótar áður en hálfleikur skall á. Staðan í hálfleik: 6-9 Ármann hóf seinni hálfleikinn betur, en þeir tóku skammbyssulotuna. xZerq, leikmaður Saga fór þó á kostum í leiknum og hélt Saga inni í leiknum með flottri frammistöðu sinni í lotu 19 og kom stöðunni í 8-11. Kraken, leikmaður Ármanns var þó fljótur að finna sigurbraut Ármanns á ný þegar hann felldi þrjá leikmenn Saga á B-svæði Nuke. Staðan þá 9-12. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik og hvorugt lið virtist hafa almennilega yfirhönd á honum. Saga komu sér almennilega í leikinn aftur í seinni hálfleik með því að sækja eina og eina lotu. Loks náðu þeir að jafna stöðuna í 26. lotu og staðan þá 13-13. Við tóku æsispennandi lokalotur. Saga tóku forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 og staðan þá 14-13 en Ármann náði þá loksins að sigra lotu, 14-14. Guddi, nýjasti leikmaður Ármanns, sýndi stáltaugar í 29. lotu þegar hann var einn gegn tveimur leikmönnum Sögu en stóð einn eftir og aftengdi sprengjuna, 14-15. Leikmenn Saga voru þá með lítinn pening og þurftu að trúa á kraftaverk en allt kom fyrir ekki og Ármann tóku leikinn. Lokatölur: 14-16 Ármann stilla sér upp við hlið Þórs í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir vægast sagt æsispennandi lokalotur. Saga munu vera súrir með sitt, en á tímapunkti virtust þeir ætla að taka seríuna. Saga situr enn í 7. sæti deildarinnar með 2 stig.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31 Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31
Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56