Íslenski boltinn

Eyjamenn hafa týnt flestum stigum í Bestu í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Freyr Hilmarsson og félagar ÍBV hafa með miklu fleiri stig í hendi en þeir hafa uppskorið í Bestu deild karla í sumar.
Alex Freyr Hilmarsson og félagar ÍBV hafa með miklu fleiri stig í hendi en þeir hafa uppskorið í Bestu deild karla í sumar. Vísir/Anton Brink

Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta fer fram um helgina þar verður meðal annars barist um að sleppa við fall úr deildinni.

Liðin sem berjast þar fyrir lífi sínu eru áberandi á listanum yfir þau lið deildarinnar sem hafa týnt flestum stigum það sem af er í sumar.

Þarna er átti við þau stig sem liðið hefur misst eftir að hafa komist yfir í sínum leikjum.

Eyjamenn hafa týnt flestum stigum í Bestu deild karla í sumar eða alls 23 stigum. ÍBV liðið hefur komist yfir í fimmtán leikjum en aðeins náð að vinna sex þeirra.

Næstir eru Framarar sem hafa glutrað frá sér tuttugu stigum en HK-ingar hafa misst af nítján stigum í þeim leikjum sem þeir hafa komist yfir. Keflvíkingar eru síðan í fjórða sæti með átján týnd stig.

Tvö lið eru hinum megin á listanum þar af hafa glatað fæstum stigum í þeim leikjum sem þau hafa náð forystunni.

Stjarnan og KA hafa aðeins týnt fjórum stigum hvort lið. Stjarnan hefur unnið 13 af 15 leikjum sem liðið hefur komist yfir en KA-menn hafa unnið 11 af 13 leikjum sem þeir hafa náð forystunni.

  • Flest týnd stig í Bestu deild karla 2023:
  • 1. ÍBV 23
  • 2. Fram 20
  • 3. HK 19
  • 4. Keflavík 18
  • 5. Fylkir 11
  • 6. Breiðablik 10
  • 6. FH 10
  • 6. KR 10
  • 9. Valur 7
  • 10. Víkingur 6
  • 11. Stjarnan 4
  • 12. KA 4



Fleiri fréttir

Sjá meira


×