Lífið

„Enginn svefn í 365 nætur“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísabet fagnaði eins árs afmæli dóttur sinnar í gær.
Elísabet fagnaði eins árs afmæli dóttur sinnar í gær. Elísabet Gunnars

Athafnakonan og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir fagnaði eins árs afmæli yngstu dóttur hennar og Gunnars Steins Jónssonar handboltakappa, Önnu Magdalenu, í gær. Hún segir árið hafa einkennst af miklu svefnleysi.

„Enginn svefn í 365 nætur, oft svo erfitt að ná að halda öllum boltum á lofti, en þetta er svo miklu meira gaman en erfitt. Mamma elskar þig svo fast minnsta mín, sef bara seinna,“ skrifar Elísabet við fallega myndafærslu af þeim mæðgum. 

Anna Magdalena er þriðja barn þeirra hjóna, fyrir eiga þau Ölbu Mist og Gunnar Manuel.

Bjuggu erlendis í tólf ár

Elísabet er eigandi bloggsíðunnar Trendnet og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. Hún hefur búið í nokkrum löndum síðustu tólf ár vegna handboltaferils eiginmannsins, Gunnars Steins Jónssonar, en hafa nú komið sér og fjölskyldu sinni vel fyrir á Íslandi.

Hjónin festi kaup á fallegu húsi í Skerjafirði í Reykjavík sem þau hafa verið að gera upp síðastliðna mánuði. 

Elísabet var gestur þáttarins Einkalífið í apríl í fyrra þar sem hún ræddi meðal annars um móðurhlutverkið, börn og samfélagsmiðla, flutningana til Íslands, framtíð Trendnet og hvernig hún notar sinn vettvang til að styrkja góð málefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×