Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2023 09:01 Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Facebook Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20. Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20.
Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira