Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2023 09:01 Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Facebook Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20. Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Sjá meira
Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20.
Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Sjá meira