Rafael Nadal ekki tilbúinn að staðfesta endurkomu sína á tennisvöllinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2023 17:48 Rafael Nadal fagnar sigri á opna ástralska meistaramótinu 2022 Mark Metcalfe/Getty Images Mótshaldarar opna meistaramótsins í Ástralíu segja að Rafael Nadal muni snúa aftur á tennisvöllinn þegar mótið fer fram í janúar 2024. Nadal hefur verið frá keppni síðan í janúar og runnið niður í 240. sæti heimslistans, en setur fyrirvara á allar yfirlýsingar um endurkomu. Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024. Tennis Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira
Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024.
Tennis Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira