Blindaðist á öðru auga vegna streitu og kvíða Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. október 2023 15:07 Eva Katrín Sigurðardóttir var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. Bylgjan Eva Katrín Sigurðardóttir læknir og Wim hof þjálfari segist hafa verið farin að greina sjálfa sig með Parkinson eða MND þegar hún örmagnaðist á líkama og sál árið 2020. Hún var hreinlega farin að vona að hún væri með MS. Svo reyndist sem betur fer ekki vera. Eva Katrín ræddi reynslu sína í Bakaríinu á Bylgjunni. Hvernig hún klessti á vegg undir gríðarlegu álagi með tilheyrandi líkamlegum og andlegum fylgifiskum. Öndunaræfingar og kuldameðferðir reyndust henni vel. Klippa: Blindaðist á öðru auga vegna streitu „Ég eignaðist barn snemma, fór í viðskiptafræði en tók U-beygju og ákvað að gerast læknir,“ segir Eva Katrín sem fluttist til Danmerkur, þar sem hún bjó með eiginmanni sínum sem einnig er læknir. Þar eignaðist hún þeirra þriðja barn samhliða námi og vinnu. „Ég var að vera góð mamma, eiginkona, vinkona, systir, sjá um alla og bjarga heiminu þangað til að líkaminn sagði stopp,“ segir Eva Katrín og bendir á að hún hafi ekki gert sér grein fyrir álaginu sem hún var undir. „Ég þurfti að ferðast langa leið og krassa alvarlega á stóran streituvegg og verða svolítið desperate“ Óttaðist á börnin yrðu móðurlaus „Ég er svolítið extreme tilfelli um hvað streita getur gert. En hjá mér sýndi þetta sig í rosalega líkamlegum einkennum sem fóru svo að valda mér andlegum einkennum á borð við kvíða, og þegar langt var gengið orðið að ofsakvíða.“ Eva Katrín bendir á að það hafi ekki hvarflað að þeim hjónum, sem eru eins og fyrr segir bæði læknar, að streita gæti valdið svo svakalegum líkamlegum einkennum. Átti hún erfitt með gang, var skyntruflanir og missti sjónina á öðru auga. „Maðurinn minn þurfti að halda á mér inn á klósett til að pissa,“ segir Eva Katrín, sem var farin að leiða hugann að því að börnin hennar þrjú yrðu brátt móðurlaus. „Þetta bara snýst um andadráttinn“ Eftir þessa reynslu fór Eva Katrín að kynna sér öndunarfræðin og kuldameðferðir Wim Hof. Hún segir lækna vanmeta slíkar aðferðir þegar kemur að heilsubrestum og meðferðum. Wim Hof aðferðin byggir á þremur stoðum, öndunaræfingum, stigvaxandi kulda æfingum og hugarfari. „Ég kalla mig fyrrverandi „skeptiker“ og ætlaði ekki að trúa á þetta. Þarna er ég búin að fara í gegnum læknisfræði en vissi ekki að útöndun gæti haft róandi áhrif á taugakerfið mitt,“ segir Eva Katrín. Viðtalið við Evu Katrínu má heyra eða horfa á í spilurunum hér að ofan. Heilsa Heilbrigðismál Bakaríið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Svo reyndist sem betur fer ekki vera. Eva Katrín ræddi reynslu sína í Bakaríinu á Bylgjunni. Hvernig hún klessti á vegg undir gríðarlegu álagi með tilheyrandi líkamlegum og andlegum fylgifiskum. Öndunaræfingar og kuldameðferðir reyndust henni vel. Klippa: Blindaðist á öðru auga vegna streitu „Ég eignaðist barn snemma, fór í viðskiptafræði en tók U-beygju og ákvað að gerast læknir,“ segir Eva Katrín sem fluttist til Danmerkur, þar sem hún bjó með eiginmanni sínum sem einnig er læknir. Þar eignaðist hún þeirra þriðja barn samhliða námi og vinnu. „Ég var að vera góð mamma, eiginkona, vinkona, systir, sjá um alla og bjarga heiminu þangað til að líkaminn sagði stopp,“ segir Eva Katrín og bendir á að hún hafi ekki gert sér grein fyrir álaginu sem hún var undir. „Ég þurfti að ferðast langa leið og krassa alvarlega á stóran streituvegg og verða svolítið desperate“ Óttaðist á börnin yrðu móðurlaus „Ég er svolítið extreme tilfelli um hvað streita getur gert. En hjá mér sýndi þetta sig í rosalega líkamlegum einkennum sem fóru svo að valda mér andlegum einkennum á borð við kvíða, og þegar langt var gengið orðið að ofsakvíða.“ Eva Katrín bendir á að það hafi ekki hvarflað að þeim hjónum, sem eru eins og fyrr segir bæði læknar, að streita gæti valdið svo svakalegum líkamlegum einkennum. Átti hún erfitt með gang, var skyntruflanir og missti sjónina á öðru auga. „Maðurinn minn þurfti að halda á mér inn á klósett til að pissa,“ segir Eva Katrín, sem var farin að leiða hugann að því að börnin hennar þrjú yrðu brátt móðurlaus. „Þetta bara snýst um andadráttinn“ Eftir þessa reynslu fór Eva Katrín að kynna sér öndunarfræðin og kuldameðferðir Wim Hof. Hún segir lækna vanmeta slíkar aðferðir þegar kemur að heilsubrestum og meðferðum. Wim Hof aðferðin byggir á þremur stoðum, öndunaræfingum, stigvaxandi kulda æfingum og hugarfari. „Ég kalla mig fyrrverandi „skeptiker“ og ætlaði ekki að trúa á þetta. Þarna er ég búin að fara í gegnum læknisfræði en vissi ekki að útöndun gæti haft róandi áhrif á taugakerfið mitt,“ segir Eva Katrín. Viðtalið við Evu Katrínu má heyra eða horfa á í spilurunum hér að ofan.
Heilsa Heilbrigðismál Bakaríið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira