Forza Motorsport: Strangheiðarlegur kappakstursleikur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2023 08:46 Turn 10 Studios/Xbox Game Studios Forza Motorsport er þrusufínn kappakstursleikur þar sem hægt er að upplifa æsispennandi kappakstra, bæði í einspilun og fjölspilun. Þetta er hægt að upplifa á raunverulegum bílum, hvort sem það eru rándýrir kappakstursbílar eða hefðbundnir götubílar. Forza Motorsport er líklega með betri bílaleikjum sem ég hef spilað. Ég vil samt taka fram að ég spila bílaleiki ekkert brjálæðislega mikið en það er eitthvað við Forza. Einspilunin er kjörin leið til að læra sem best á leikinn, áður en maður skellir sér út í fjölspilunina. Æfingin borgar sig Að keyra er unun og það er merkilega gaman að æfa sig og undirbúa, til að berjast um þessar nokkru sekúndur eða sekúndubrot sem skipta máli. Þetta er pjúra kappakstursleikur og ég er mjög ánægður með að sjá að maður er ekki að drukkna í einhverjum kjaftæðistilboðum um að kaupa nýja liti á bíla eða eitthvað annað micro transactions rugl. Leikurinn snýst um að keyra og keyra hratt. Þar til maður kemur að beygju. Þá snýst leikurinn um að beygja og beygja hratt. (Ég ætlaði að halda áfram og tala um að stundum þyrfti maður að bremsa og bremsa hratt en það hefði verið asnalegt. Sem betur fer gerði ég það ekki.) Við fyrstu sýn virðist ekkert svo spennandi að keyra sama hringinn, kannski tuttugu sinnum. Fjölbreytileiki Forza Motorsport liggur í öllum bíunum sem maður hefur að velja úr og skemmtilegum atvikum á akstursbrautunum. Eins pirrandi og það getur verið að klúðra beygjum og falla aftur úr, þá er æðislegt þegar maður nær beygjum vel og nær hinum fullkomna framúrakstri. Ég hélt lengi að ég væri alveg merkilega góður, eftir að hafa spilað smá career mode, eða einspilun, vinna minna mér inn bíla og bæta þá. Það var þar til ég prófaði að spila á netinu. Það var smá vakning og það fyrsta sem ég gerði eftir það var að slökkva á allri aðstoð í leiknum (næstum því) og gerði tölvuna betri, til að læra betur að keyra bílana og gera það rétt. Ég sneri mér aftur að einspiluninni og æfði mig og fann tiltölulega fljótt töluverðan mun á mér. Ég sökka samt svolítið enn. Haugur af alls konar bílum Spilurum er veittur aðgangur að rúmlega fimm hundruð bílum og tuttugu raunverulegum kappakstursbrautum. Til stendur að bæta reglulega við nýjum bílum og brautum. Leikurinn byrjar með því að troða manni í ódýrari og hægari bíla í einspilunarkeppni sem heitir Builders Cup. Þar lærir maður það helsta sem maður þarf að læra, eins og grunninn að því að keyra og tjúna bíla. Í gegnum þessar keppnir lærir maður betur á mismunandi tegundir bíla, allt frá Hondu Civic upp í Mazerati. Því meira sem maður keyrir bíla, því betri verður maður og maður safnar reynslustigum á hvern bíl fyrir sig, sem gerir manni svo kleift að kaupa uppfærslur á honum og breyta. Lítur mjög vel út FM lítur mjög vel út. Bílarnir eru flottir og brautirnar eru það sömuleiðis. Hægt er að velja mismunandi sjónarhorn í leiknum, bæði þriðju persónu, þar sem maður horfir aftan á bílinn, og nokkrar mismunandi útgáfur af fyrstu persónu. Mér finnst persónulega skemmtilegast sjónarhornið sem lítur út eins og ég hangi framan á bílnum. Það lúkkar mjög vel og kemur hraðanum vel til skila. Það kemur reglulega fyrir mig að ég halla mér inn í beygjurnar í tölvustólnum mínum, þó ég sé bara að spila með Xbox fjarstýringu. Ég var heppinn að detta ekki í gólfið í einni mjög skarpri beygju í vikunni. Samantekt-ish Það er lítið hægt að segja um söguþráð Forz Motorsport, þar sem hann er ekki til staðar. Kappakstursleikir snúast að mestu um það að keyra og það er gert mjög vel í þessum leik. Það er í rauninni ekki hægt að kvarta yfir neinu í Forza Motorsport. Svo er mjög heillandi að sleppa við allt kjaftæði og micro transactions, eins og ég hef nefnt áður. Ég hef spilað marga bíla- og kappakstursleiki í gegnum árin en þeir endast sjaldan lengi á harða disknum mínum. Ég hef samt áhuga á að halda áfram að spila Forza Motorsport. Það er fullt af bílum þarna sem mig langar að keyra og verða góður á. Eftir nokkra mánuði verð ég svo orðinn stórhættulegur á götum Íslands á Renault-inum mínum, fyrst þarf ég bara að geta tengt hann við Xbox fjarstýringu. Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Forza Motorsport er líklega með betri bílaleikjum sem ég hef spilað. Ég vil samt taka fram að ég spila bílaleiki ekkert brjálæðislega mikið en það er eitthvað við Forza. Einspilunin er kjörin leið til að læra sem best á leikinn, áður en maður skellir sér út í fjölspilunina. Æfingin borgar sig Að keyra er unun og það er merkilega gaman að æfa sig og undirbúa, til að berjast um þessar nokkru sekúndur eða sekúndubrot sem skipta máli. Þetta er pjúra kappakstursleikur og ég er mjög ánægður með að sjá að maður er ekki að drukkna í einhverjum kjaftæðistilboðum um að kaupa nýja liti á bíla eða eitthvað annað micro transactions rugl. Leikurinn snýst um að keyra og keyra hratt. Þar til maður kemur að beygju. Þá snýst leikurinn um að beygja og beygja hratt. (Ég ætlaði að halda áfram og tala um að stundum þyrfti maður að bremsa og bremsa hratt en það hefði verið asnalegt. Sem betur fer gerði ég það ekki.) Við fyrstu sýn virðist ekkert svo spennandi að keyra sama hringinn, kannski tuttugu sinnum. Fjölbreytileiki Forza Motorsport liggur í öllum bíunum sem maður hefur að velja úr og skemmtilegum atvikum á akstursbrautunum. Eins pirrandi og það getur verið að klúðra beygjum og falla aftur úr, þá er æðislegt þegar maður nær beygjum vel og nær hinum fullkomna framúrakstri. Ég hélt lengi að ég væri alveg merkilega góður, eftir að hafa spilað smá career mode, eða einspilun, vinna minna mér inn bíla og bæta þá. Það var þar til ég prófaði að spila á netinu. Það var smá vakning og það fyrsta sem ég gerði eftir það var að slökkva á allri aðstoð í leiknum (næstum því) og gerði tölvuna betri, til að læra betur að keyra bílana og gera það rétt. Ég sneri mér aftur að einspiluninni og æfði mig og fann tiltölulega fljótt töluverðan mun á mér. Ég sökka samt svolítið enn. Haugur af alls konar bílum Spilurum er veittur aðgangur að rúmlega fimm hundruð bílum og tuttugu raunverulegum kappakstursbrautum. Til stendur að bæta reglulega við nýjum bílum og brautum. Leikurinn byrjar með því að troða manni í ódýrari og hægari bíla í einspilunarkeppni sem heitir Builders Cup. Þar lærir maður það helsta sem maður þarf að læra, eins og grunninn að því að keyra og tjúna bíla. Í gegnum þessar keppnir lærir maður betur á mismunandi tegundir bíla, allt frá Hondu Civic upp í Mazerati. Því meira sem maður keyrir bíla, því betri verður maður og maður safnar reynslustigum á hvern bíl fyrir sig, sem gerir manni svo kleift að kaupa uppfærslur á honum og breyta. Lítur mjög vel út FM lítur mjög vel út. Bílarnir eru flottir og brautirnar eru það sömuleiðis. Hægt er að velja mismunandi sjónarhorn í leiknum, bæði þriðju persónu, þar sem maður horfir aftan á bílinn, og nokkrar mismunandi útgáfur af fyrstu persónu. Mér finnst persónulega skemmtilegast sjónarhornið sem lítur út eins og ég hangi framan á bílnum. Það lúkkar mjög vel og kemur hraðanum vel til skila. Það kemur reglulega fyrir mig að ég halla mér inn í beygjurnar í tölvustólnum mínum, þó ég sé bara að spila með Xbox fjarstýringu. Ég var heppinn að detta ekki í gólfið í einni mjög skarpri beygju í vikunni. Samantekt-ish Það er lítið hægt að segja um söguþráð Forz Motorsport, þar sem hann er ekki til staðar. Kappakstursleikir snúast að mestu um það að keyra og það er gert mjög vel í þessum leik. Það er í rauninni ekki hægt að kvarta yfir neinu í Forza Motorsport. Svo er mjög heillandi að sleppa við allt kjaftæði og micro transactions, eins og ég hef nefnt áður. Ég hef spilað marga bíla- og kappakstursleiki í gegnum árin en þeir endast sjaldan lengi á harða disknum mínum. Ég hef samt áhuga á að halda áfram að spila Forza Motorsport. Það er fullt af bílum þarna sem mig langar að keyra og verða góður á. Eftir nokkra mánuði verð ég svo orðinn stórhættulegur á götum Íslands á Renault-inum mínum, fyrst þarf ég bara að geta tengt hann við Xbox fjarstýringu.
Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira