Ópíóíðafaraldurinn hugleikinn Bubba á nýrri plötu Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 21:52 Hrár líkami á plötuumslaginu endurspeglar plötuna sjálfa. Vísir/Vilhelm og Anna Maggý Bubbi Morthens gefur út nýja plötu á miðnætti, Ljós og skuggar. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Hann segir lögin þung og dökk og fjalli um fíkn, ást og missi. Bubbi Morthens gefur á miðnætti út nýja plötu sem ber heitið Ljós og skuggar. „Ég er búin að klára tvær plötur og valdi að gefa þessa út núna,“ segir Bubbi. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og Hafsteini Þráinssyni sem báðir hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Magnús leikur á píanó og hljómborð af ýmsum toga á plötunni á meðan Hafsteinn spilar á fjölda gítara. Bubbi spilar svo sjálfur á kassagítar og munnhörpu. „Þeim langaði að vinna með mér og fengu dálítið frítt spil. Ég dældi á þá lögum og leyfði þeim að ráða hvaða lög færu á plötuna. Ég hafði auðvitað eitthvað um að það að segja, en í það heila þá völdu þeir dálítið dökk og þung lög,“ segir Bubbi. Hann segir að saman hafi þeir þrír skapað dökkan hljóðheim þar sem ýmis hljóðfæri lágtíðninnar spila stóra rullu, eins og bassaklarínett og kontrabassi sem dæmi. Samdi eitt lagið í útför ungs manns Bubbi segir efnistök laganna í þyngri kantinum en þegar hann samdi textana var honum mjög hugleikinn ópíóíðafaraldurinn á Íslandi, fíkn, loftslagsbreytingar og #metoo byltingin. Lagatitlar plötunnar „En þarna má líka finna lög um haustið, ástina og missi. Ástin þín er farin fjallar um missi, sáran missi. Holan er lag sem ég samdi að stórum hluta í kirkju á meðan ég beið þess að syngja yfir kornungum manni. Þessi plata er, eins og svo oft hjá mér, þá er ég að spegla samtímann, samfélagið og sjálfan mig. Menn geta nánast súmmerað inn að allan ferillinn minn hef ég alltaf fjallað um þetta; fíknina, dauðann og ástina og samfélagið í einhverri mynd hverju sinni,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Ég sest aldrei niður og hugsa að ég ætli að vera vinsæll. Eða að ég ætli að semja lag sem slær í gegn. Það er ávísun á hamfarir og vitleysu. En ef þú semur það sem hjartað og maginn segja þér að semja þá gerast fallegir hlutir og ég hef alltaf sagt að ég elti ekki tískuna, heldur búi ég hana til. Það er svo mikilvægt á tímum eins og þessum að tónlistin hafi einhvern annan tilgang en að fróa þér. Að hún krefji þig hlustunar og að hugsa spurninga, en um leið á einhvers konar máta sem gerir þér kleift að fara inn í þennan heim.“ Raddirnar nánast sú sama Fjöldi annarra tónlistarmanna koma að gerð plötunnar eins og Magnús Tryggvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Guðný Jónsdóttir og fleiri. „Svo er GDRN. Við syngjum hlið við hlið tvö lög ofan í hvort annað. Þannig raddirnar okkar verða nánast eins og ein rödd. Flest lögin eru unnin á þann veg að ég söng og spilaði þetta í sama hljóðnemann samtímis. Þannig sköpuðum við mjög brothætt og en um leið tært hljóð.“ Ber að ofan á plötuumslaginu Á plötuumslaginu er mynd af Bubba sem ljósmyndarinn Anna Maggý tók. Hann er ber að ofan og sést í nokkur af þeim mörgu húðflúrum sem hann er með. „Þetta er í anda hráleika plötunnar. Hrár líkami þakinn húðflúrum.“ View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Bubbi segir að hann, Magnús og Hafsteinn verði hjá Gísla Marteini annað kvöld og spili þar lög af plötunni en býst ekki endilega við því að halda útgáfutónleika fyrr en eftir áramót, efni plötunnar kalli ekki á jólatónleika. Platan verður aðgengileg á streymisveitum á miðnætti en kemur einnig út á geisladisk og vínyl. Bubbi segir að honum finnist alltaf best að hlusta sjálfur á vínyl og mælir með því að hlusta á hana í heild sinni. „Þegar þú byrjar að hlusta hvet ég þig til að hlusta á alla plötuna í einu. Þá ferðu í gegnum þetta ferðalag.“ Tónlist Fíkn Tengdar fréttir Bubbi þverneitar því að vera orðinn ellilífeyrisþegi Bubbi Morthens, rokkkóngurinn sjálfur, frægasti reiði ungi maður landsins er nú orðinn 67 ára gamall. Sem þýðir að hann fær afslátt í strætó og frítt sund. 6. júní 2023 11:34 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bubbi Morthens gefur á miðnætti út nýja plötu sem ber heitið Ljós og skuggar. „Ég er búin að klára tvær plötur og valdi að gefa þessa út núna,“ segir Bubbi. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og Hafsteini Þráinssyni sem báðir hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Magnús leikur á píanó og hljómborð af ýmsum toga á plötunni á meðan Hafsteinn spilar á fjölda gítara. Bubbi spilar svo sjálfur á kassagítar og munnhörpu. „Þeim langaði að vinna með mér og fengu dálítið frítt spil. Ég dældi á þá lögum og leyfði þeim að ráða hvaða lög færu á plötuna. Ég hafði auðvitað eitthvað um að það að segja, en í það heila þá völdu þeir dálítið dökk og þung lög,“ segir Bubbi. Hann segir að saman hafi þeir þrír skapað dökkan hljóðheim þar sem ýmis hljóðfæri lágtíðninnar spila stóra rullu, eins og bassaklarínett og kontrabassi sem dæmi. Samdi eitt lagið í útför ungs manns Bubbi segir efnistök laganna í þyngri kantinum en þegar hann samdi textana var honum mjög hugleikinn ópíóíðafaraldurinn á Íslandi, fíkn, loftslagsbreytingar og #metoo byltingin. Lagatitlar plötunnar „En þarna má líka finna lög um haustið, ástina og missi. Ástin þín er farin fjallar um missi, sáran missi. Holan er lag sem ég samdi að stórum hluta í kirkju á meðan ég beið þess að syngja yfir kornungum manni. Þessi plata er, eins og svo oft hjá mér, þá er ég að spegla samtímann, samfélagið og sjálfan mig. Menn geta nánast súmmerað inn að allan ferillinn minn hef ég alltaf fjallað um þetta; fíknina, dauðann og ástina og samfélagið í einhverri mynd hverju sinni,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Ég sest aldrei niður og hugsa að ég ætli að vera vinsæll. Eða að ég ætli að semja lag sem slær í gegn. Það er ávísun á hamfarir og vitleysu. En ef þú semur það sem hjartað og maginn segja þér að semja þá gerast fallegir hlutir og ég hef alltaf sagt að ég elti ekki tískuna, heldur búi ég hana til. Það er svo mikilvægt á tímum eins og þessum að tónlistin hafi einhvern annan tilgang en að fróa þér. Að hún krefji þig hlustunar og að hugsa spurninga, en um leið á einhvers konar máta sem gerir þér kleift að fara inn í þennan heim.“ Raddirnar nánast sú sama Fjöldi annarra tónlistarmanna koma að gerð plötunnar eins og Magnús Tryggvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Guðný Jónsdóttir og fleiri. „Svo er GDRN. Við syngjum hlið við hlið tvö lög ofan í hvort annað. Þannig raddirnar okkar verða nánast eins og ein rödd. Flest lögin eru unnin á þann veg að ég söng og spilaði þetta í sama hljóðnemann samtímis. Þannig sköpuðum við mjög brothætt og en um leið tært hljóð.“ Ber að ofan á plötuumslaginu Á plötuumslaginu er mynd af Bubba sem ljósmyndarinn Anna Maggý tók. Hann er ber að ofan og sést í nokkur af þeim mörgu húðflúrum sem hann er með. „Þetta er í anda hráleika plötunnar. Hrár líkami þakinn húðflúrum.“ View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Bubbi segir að hann, Magnús og Hafsteinn verði hjá Gísla Marteini annað kvöld og spili þar lög af plötunni en býst ekki endilega við því að halda útgáfutónleika fyrr en eftir áramót, efni plötunnar kalli ekki á jólatónleika. Platan verður aðgengileg á streymisveitum á miðnætti en kemur einnig út á geisladisk og vínyl. Bubbi segir að honum finnist alltaf best að hlusta sjálfur á vínyl og mælir með því að hlusta á hana í heild sinni. „Þegar þú byrjar að hlusta hvet ég þig til að hlusta á alla plötuna í einu. Þá ferðu í gegnum þetta ferðalag.“
Tónlist Fíkn Tengdar fréttir Bubbi þverneitar því að vera orðinn ellilífeyrisþegi Bubbi Morthens, rokkkóngurinn sjálfur, frægasti reiði ungi maður landsins er nú orðinn 67 ára gamall. Sem þýðir að hann fær afslátt í strætó og frítt sund. 6. júní 2023 11:34 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bubbi þverneitar því að vera orðinn ellilífeyrisþegi Bubbi Morthens, rokkkóngurinn sjálfur, frægasti reiði ungi maður landsins er nú orðinn 67 ára gamall. Sem þýðir að hann fær afslátt í strætó og frítt sund. 6. júní 2023 11:34