FBI-maður sem yfirheyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfjaeftirliti UFC Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2023 14:01 George Piro er maðurinn sem UFC hefur leitað til að leiða nýja stefnu UFC í lyfjaeftirliti. Vísir/Samsett mynd Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfjaprófun bardagakappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr samstarfi samtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfirheyrt Saddam Hussein, mun hafa yfirumsjón með þessu nýja lyfjaeftirliti UFC. Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA. MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA.
MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Sjá meira