Spider-Man 2: Stærri og í senn betri Spider-Man Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 09:05 Sony/Insomniac Games Spider-Man 2 tekst einhvern veginn að vera bæði stærri og betri en fyrri leikurinn, sem er mjög sjaldgæft meðal framhaldsleikja. Þetta er meðal betri leikjum sem ég hef spilað. Í Spider-Man 2 þurfa Köngulóamennirnir tveir, Peter Parker og Miles Morales, enn og aftur að bjarga New York. Án þess að fara út í einhverja spennuspilla þá stendur borgin frammi fyrir mörgum og fjölbreyttum ógnum. Þeirra á meðal er Kraven the Hunter og geimveran Venom. Spider-Man 2 er eingöngu fáanlegur fyrir PS5 en eins og fyrri leikirnir nýtir hann getu tölvunnar í botn. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann verði seinna meir svo gefinn út fyrir PC á Steam, eins og Sony hefur verið að gera við aðra leiki sem framleiddir hafa verið fyrir PlayStation. Nú hef ég skrifað um fyrri leikinatvo og endurútgáfur þeirrafyrir PC og er óhætt að segja að ég sé aðdáandi þessara leikja, enda eru þeir fáránlega góðir. Það er bara staðreynd og ekki við mig að sakast út af því. Spider-Man 2 gefur fyrri leikjunum ekkert eftir. Sérstaklega hvað varðar grafík en hann lítur merkilega vel út. Sony/Insomniac Games Mun stærri New York Það er ekki sjálfgefið að framhaldsleikir séu bæði stærri og betri en fyrri leikir sería. Svei mér þá ef það tekst samt ekki hér. Óhætt er að segja að miklu hafi verið bætt við New York og þá Peter og Miles á milli leikja. Hægt er að spila sem þeir báðir og er hægt að flakka á milli þeirra, ekki ósvipað og hægt var að gera í Grand Theft Auto 5 (Insert Titanic Old Lady Meme). Í fyrri leikjum var Manhattan eini hluti leiksins en nú er búið að bæta við bæði Brooklyn og Queens og þannig næstum því tvöfalda stærð kortsins. Til að ferðast um þetta svæði er einnig búið að bæta við svifvængjum á Köngulóamennina. Það er ákveðinn leikjabreytir. Unaðslegar sveiflur Þar komum við að því allra besta við Spider-Man 2 og líklega líka við fyrri leikina. Það er hrein og bein unun að sveifla sér og svífa yfir götum New York. Það skiptir líka miklu máli að það sé gott, þar sem maður ver miklum tíma í að flakka um borgina. Í Spider-Man 2 eru ýmiss verkefni að leysa víðsvegar um borginna. Fyrir það fær maður verðlaun og reynslustig sem maður getur notað til að gera Peter og Miles betri Köngulóamenn. Þegar maður fer lengra í sögunni, opnast fleiri aukaverkefni, svo maður tekur þetta í ákveðnum rispum. Meðal þess sem maður getur breytt er að láta þá Peter og Miles sveifla sér hraðar, svífa lengra og kýla drullusokka fastar. Þær geta einnig lært ný brögð og öðlast nýja tækni til að lumbra á fautum. Sony/Insomniac Games Ekki bara eftirlíkingar Þessi mismunandi hæfileikatré sem Peter og Miles hafa, það að báðir hafa mismunandi hæfileika og tækni, leiða til þess að manni finnst ekki eins og þeir séu bara eftirlíkingar af hvorum öðrum. Þeir berjast með mismunandi hætti og tjá sig líka með mismunandi hætti. Þeir eru líka með mismunandi verkefni til að leysa í New York, þannig að maður þarf reglulega að skipta á milli þeirra. Sömuleiðis er hægt að ramba á hinn köngulóamanninn þegar maður er á flakki um borgina. Manni finnst ekki eins og maður sé að spila sama kallinn í mismunandi búningum. Talandi um það, þá er hægt að búa til heilu haugana af búningum fyrir báða köngulóamennina, með margar tilvísanir í kvikmyndir og teiknimyndasögur. Sony/Insomniac Games Eitthvað til að kvarta yfir Ég vil byrja kvarthlutann á því að tala um mikið mein á tölvuleikjum, sem hefur fengið að grassera um árabil. Eins og áður, og alltaf þegar það er í boði, slökkti ég á Quick Time Events. Það er þegar leikurinn lætur mann ýta á tiltekna takka þegar myndbönd eru í gangi eða pikka hratt á takka til að gera eitthvað annað. Í Spider-Man er maður sem dæmi látinn pikka hratt á X til að stöðva bíla. QTE eru óþolandi og það á að útrýma þessu drasli úr tölvuleikjum og hananú! Ef þetta helvíti er í leikjum yfir höfuð, finnst mér mjög jákvætt að geta slökkt á því. Að öðru leyti hef ég ekkert mikið til að kvarta yfir. Það kemur fyrir að mér hefur fundist uppfylliefni leiksins einsleitt en það er eins og það er. Það á við í flestum leikjum sem gerast í opnum heimi og þetta er í orðins fyllstu merkingu, uppfyllingarefni. Bardagar finnst mér líka geta verið heldur kaótískir, svo erfitt er að átta sig á því hvað er að gerast. Það er þó meira mitt vandamál en eitthvað annað. Einnig get ég kvartað yfir því hve erfitt það getur verið að hreyfa Köngulóamennina af nákvæmni yfir stuttar vegalengdir. Leikurinn er auðvitað hannaður svo þeir hreyfast hratt yfir langar vegalengdir og það getur verið erfitt að fara stuttar vegalengdir. Sony/Insomniac Games Samantekt-ish Spider-Man 2 er, eins og fyrri leikir Insomniac, einn af betri leikjum sem ég hef spilað. Það er allt gert vel þarna. Hann lítur fáránlega vel út, sagan er góð, bardagar fjölbreyttir og krefjandi og það að sveifla sér og ferðast um New York, er eins og áður, alger unun. Leikurinn getur þó verið svolítið einsleitur en það á að mestu við uppfyllingarefni hans. Ég er ekki frá því að Spider-Man 2 sé skyldueign fyrir alla sem eiga PS5, eins og fyrri leikirnir eru. Þetta eru leikir sem alltaf er hægt að grípa í. Sony/Insomniac Games Leikjadómar Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Í Spider-Man 2 þurfa Köngulóamennirnir tveir, Peter Parker og Miles Morales, enn og aftur að bjarga New York. Án þess að fara út í einhverja spennuspilla þá stendur borgin frammi fyrir mörgum og fjölbreyttum ógnum. Þeirra á meðal er Kraven the Hunter og geimveran Venom. Spider-Man 2 er eingöngu fáanlegur fyrir PS5 en eins og fyrri leikirnir nýtir hann getu tölvunnar í botn. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann verði seinna meir svo gefinn út fyrir PC á Steam, eins og Sony hefur verið að gera við aðra leiki sem framleiddir hafa verið fyrir PlayStation. Nú hef ég skrifað um fyrri leikinatvo og endurútgáfur þeirrafyrir PC og er óhætt að segja að ég sé aðdáandi þessara leikja, enda eru þeir fáránlega góðir. Það er bara staðreynd og ekki við mig að sakast út af því. Spider-Man 2 gefur fyrri leikjunum ekkert eftir. Sérstaklega hvað varðar grafík en hann lítur merkilega vel út. Sony/Insomniac Games Mun stærri New York Það er ekki sjálfgefið að framhaldsleikir séu bæði stærri og betri en fyrri leikir sería. Svei mér þá ef það tekst samt ekki hér. Óhætt er að segja að miklu hafi verið bætt við New York og þá Peter og Miles á milli leikja. Hægt er að spila sem þeir báðir og er hægt að flakka á milli þeirra, ekki ósvipað og hægt var að gera í Grand Theft Auto 5 (Insert Titanic Old Lady Meme). Í fyrri leikjum var Manhattan eini hluti leiksins en nú er búið að bæta við bæði Brooklyn og Queens og þannig næstum því tvöfalda stærð kortsins. Til að ferðast um þetta svæði er einnig búið að bæta við svifvængjum á Köngulóamennina. Það er ákveðinn leikjabreytir. Unaðslegar sveiflur Þar komum við að því allra besta við Spider-Man 2 og líklega líka við fyrri leikina. Það er hrein og bein unun að sveifla sér og svífa yfir götum New York. Það skiptir líka miklu máli að það sé gott, þar sem maður ver miklum tíma í að flakka um borgina. Í Spider-Man 2 eru ýmiss verkefni að leysa víðsvegar um borginna. Fyrir það fær maður verðlaun og reynslustig sem maður getur notað til að gera Peter og Miles betri Köngulóamenn. Þegar maður fer lengra í sögunni, opnast fleiri aukaverkefni, svo maður tekur þetta í ákveðnum rispum. Meðal þess sem maður getur breytt er að láta þá Peter og Miles sveifla sér hraðar, svífa lengra og kýla drullusokka fastar. Þær geta einnig lært ný brögð og öðlast nýja tækni til að lumbra á fautum. Sony/Insomniac Games Ekki bara eftirlíkingar Þessi mismunandi hæfileikatré sem Peter og Miles hafa, það að báðir hafa mismunandi hæfileika og tækni, leiða til þess að manni finnst ekki eins og þeir séu bara eftirlíkingar af hvorum öðrum. Þeir berjast með mismunandi hætti og tjá sig líka með mismunandi hætti. Þeir eru líka með mismunandi verkefni til að leysa í New York, þannig að maður þarf reglulega að skipta á milli þeirra. Sömuleiðis er hægt að ramba á hinn köngulóamanninn þegar maður er á flakki um borgina. Manni finnst ekki eins og maður sé að spila sama kallinn í mismunandi búningum. Talandi um það, þá er hægt að búa til heilu haugana af búningum fyrir báða köngulóamennina, með margar tilvísanir í kvikmyndir og teiknimyndasögur. Sony/Insomniac Games Eitthvað til að kvarta yfir Ég vil byrja kvarthlutann á því að tala um mikið mein á tölvuleikjum, sem hefur fengið að grassera um árabil. Eins og áður, og alltaf þegar það er í boði, slökkti ég á Quick Time Events. Það er þegar leikurinn lætur mann ýta á tiltekna takka þegar myndbönd eru í gangi eða pikka hratt á takka til að gera eitthvað annað. Í Spider-Man er maður sem dæmi látinn pikka hratt á X til að stöðva bíla. QTE eru óþolandi og það á að útrýma þessu drasli úr tölvuleikjum og hananú! Ef þetta helvíti er í leikjum yfir höfuð, finnst mér mjög jákvætt að geta slökkt á því. Að öðru leyti hef ég ekkert mikið til að kvarta yfir. Það kemur fyrir að mér hefur fundist uppfylliefni leiksins einsleitt en það er eins og það er. Það á við í flestum leikjum sem gerast í opnum heimi og þetta er í orðins fyllstu merkingu, uppfyllingarefni. Bardagar finnst mér líka geta verið heldur kaótískir, svo erfitt er að átta sig á því hvað er að gerast. Það er þó meira mitt vandamál en eitthvað annað. Einnig get ég kvartað yfir því hve erfitt það getur verið að hreyfa Köngulóamennina af nákvæmni yfir stuttar vegalengdir. Leikurinn er auðvitað hannaður svo þeir hreyfast hratt yfir langar vegalengdir og það getur verið erfitt að fara stuttar vegalengdir. Sony/Insomniac Games Samantekt-ish Spider-Man 2 er, eins og fyrri leikir Insomniac, einn af betri leikjum sem ég hef spilað. Það er allt gert vel þarna. Hann lítur fáránlega vel út, sagan er góð, bardagar fjölbreyttir og krefjandi og það að sveifla sér og ferðast um New York, er eins og áður, alger unun. Leikurinn getur þó verið svolítið einsleitur en það á að mestu við uppfyllingarefni hans. Ég er ekki frá því að Spider-Man 2 sé skyldueign fyrir alla sem eiga PS5, eins og fyrri leikirnir eru. Þetta eru leikir sem alltaf er hægt að grípa í. Sony/Insomniac Games
Leikjadómar Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira