Hjólar í Þóri og sakar hann um móðursýki Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 14:28 Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta um móðursýki Vísir/Samsett mynd Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven er allt annað ánægður með þá stefnu sem Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sett fyrir sitt lið í aðdraganda HM í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“ Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“
Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða