Hákarlinn kom alltaf nær og nær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 13:23 Skarphéðni, Unni systur hans og Birni kærastanum hennar, var eðlilega nokkuð brugðið þegar hákarlinn tók beygjuna með bátnum. „Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá hákarl,“ segir Skarphéðinn Snorrason sem var ásamt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Steingrímsfirði þegar þau tóku eftir ugga hákarls sem veitti bátnum eftirför. Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins. Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins.
Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26