„Við erum í grunninn viðkvæm lítil blóm“ Íris Hauksdóttir skrifar 21. október 2023 07:01 Vala Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson takast á við óþægilegar spurningar í verkinu Teprurnar. Átta ár eru síðan leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir fékk fastráðningu við Borgarleikhúsið. Í byrjun næsta árs mun hún breyta til og söðla um í Þjóðleikhúsinu. Hún segist vera spennt að verða nýja stelpan í bekknum. „Ég fæ að leika Önnu í söngleiknum Frosti,“ segir Vala og bætir við að því fylgi bæði ábyrgð og heiður. „Það er gaman að vera treyst fyrir þessu hlutverki en á sama tíma mikil ögrun. Ég er að ýta mér eins langt og ég kemst hvað varðar söng. Þetta eru lög sem allir þekkja og hafa fram að þessu verið sungin á vissan hátt. Ég mun setja á svið mína útfærslu af Önnu, og hún er ekki teiknimyndapersóna.“ Áður en Vala Kristín bregður sér inn í klakakastalann stígur hún þó inn í allt annan heim því í kvöld fer fram frumsýning á leikverkinu Teprurnar í Borgarleikhúsinu. Þar túlkar Vala Kristín persónuna Evu sem hún lýsir sem kurteisri og blíðri. „Hún er ofsalega vel meinandi, þó undir niðri kraumi í henni sprengikraftur,“ lýsir Vala Kristín og heldur áfram. „Hún er gröm yfir stöðu mála en verkið hverfist í kringum par sem lendir í vandræðum á nándarsviðinu. Þau hafa ekki sofið saman í rúmt ár en leitað nánast allra leiða til að bæta ástandið.“ Vala Kristín og Jörundur fara með hlutverk þeirra Evu og Andra í sýningunni Teprurnar.aðsend Leikskáldið sem startaði leikferlinum Jörundur Ragnarsson fer með hlutverk ástmannsins Andra en tenging hans við leikskáldið er skemmtileg. „Fyrsta hlutverkið sem ég lék eftir útskrift var eftir sama höfund, Anthony Neilson. Það var verkið Penetreitor sem við settum upp í Klink og Bank í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Eftir það lék ég í sýningunni Lík í óskilum, líka eftir Anthony, en þar vorum við Laddi að leysa saman ráðgátu. Það má því segja að þetta leikskáld hafi startað mínum ferli á leiksviði og hingað erum við komin. Að þessu sinni leikum við Vala par sem er búið að vera saman í níu ár en hefur ekki stundað kynlíf í fjórtán mánuði. Þau vilja ekki kalla sig teprur en eru það inn við beinið. Verkefnið sem þau taka að sér í sýningunni er að stunda kynlíf í leikhúsi fyrir framan áhorfendur. Þau eru því bæði stressuð og mikil pressa sem mæðir á þeim þessa kvöldstund.“ Í sýningunni tekur parið á sig krefjandi áskoranir fyrir framan fullan sal af fólki.aðsend Þau Jörundur og Vala Kristín segja æfingaferlið í raun hafa einkennst af andstæðum slíkra tilfinninga enda hafi það væri einkar þægilegt og laust við alla streitu. „Ég fattaði um daginn að ég hef ekki leikið eins oft með neinum öðrum leikara eins og Jörundi,“ segir Vala Kristín. „Við röðumst mjög oft saman sem par á sviðinu og höfum náð að pússast vel saman,“ samsinnir Jörundur og heldur áfram: „Ég get ekki sagt að ég tengi beint við karakterinn en umfjöllunarefnið er eitthvað sem margir þekkja hvert á sinn hátt. Þrátt fyrir að vera mjög fyndið fjallar verkið um óþægilega hluti sem sjaldan er talað um. Ofhugsanir í svefnherberginu og meðvitundin um hvað má og má ekki í kynlífi. Sýningin snertir á hlutum sem eru bæði sannir og geta verið bæði óþægilegir og erfiðir. Þarna er líka fjallað um hluti sem viðkoma metoo, hugsunin hvað má og hvenær farið er yfir mörk.“ Vala Kristín grípur orðið: „Að mínu mati kristallast sú hugsun í sýningunni að ef maður fer að afneita hlutum geta þeir átt það til að stækka. Skuggarnir vaxa í myrkri en lifa ekki í ljósinu. Við megum hlæja að því hvað við erum fáranleg og það getur líka verið heilandi.“ Þau Vala Kristín og Jörundur lýsa æfingaferlinu sem einu allsherjar hláturskasti.aðsend Draumaleikstjórinn Hilmir Snær Hilmir Snær Guðnason leikstýrir verkinu en þeir Jörundur eru góðir vinir og leika til að mynda saman í sýningunni Mátulegir um þessar mundir. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Hilmir leikstýrir Jörundi sem lýsir honum sem draumaleikstjóra. „Hann er svo hlýr og tillitssamur enda þekkir hann leikarastarfið vel og veit að við erum í grunninn viðkvæm lítil blóm þegar við fáum gagnrýni. Við erum í góðum og öruggum höndum.“ Vala Kristín er reynslumeiri þegar kemur að leikstjóranum því Hilmir sá framan af um leikstjórn á verkinu Oleana eða þangað til heimsfaraldurinn setti strik sitt á sýninguna. Ólafur Darri sem átti að fara með hlutverkið í sýningunni þurfti frá að hverfa og steig Hilmir því sjálfur inn í hlutverkið á móti Völu. Hún segir dásamlegt að vinna með honum. „Hann er svo afslappaður leikstjóri og ber fullt traust til fólksins sem hann vinnur með. Eins tekur hann alltaf vel í allar hugmyndir en svo veit hann fullkomlega hvað hann vill þegar hann sér það. Þetta er mjög þægilegt vinnuumhverfi.“ Jörundur segir stressið óumflýjanlegt á frumsýningardegi meðan Vala upplifir mikla hátíð.aðsen Fiðringurinn óumflýjanlegur Jörundur viðurkennir að á frumsýningardag læðist að honum sviðskrekkur. „Það er alltaf stressandi að stíga á svið en að mínu mati er það nauðsynlegt svo maður kveiki á öllum perum. Yfirleitt hverfur þetta þegar maður er kominn upp á svið, þá er bara gaman. Ég hef verið í þessu í sautján ár og það er óumflýjanlegt að fá fiðring við tilhugsunina um að berskjalda sig fyrir framan fólk. Í þessu tilfelli skemmtum við okkur svo mikið við að leika þessa karaktera að við höfum ekki enn komist í gegnum rennsli án þess að springa úr hlátri. Ég vona að við komumst í gegnum frumsýninguna í kvöld en okkur finnst þetta bara svo ferlega fyndið.“ „Mér finnst ég alltaf eiga afmæli á frumsýningardegi og stefni á að byrja daginn með spa og líkamsrækt,“ segir Vala Kristín og heldur áfram. „Svo ætla ég að borða góðan hádegismat en það skiptir miklu máli að allt sé hreint heima. Þess vegna fer dagurinn fyrir frumsýningu oftast í mikla tiltekt. Það er alltaf mikil og gleðileg hátíð að fylgja verki úr vör.“ Leikhús Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég fæ að leika Önnu í söngleiknum Frosti,“ segir Vala og bætir við að því fylgi bæði ábyrgð og heiður. „Það er gaman að vera treyst fyrir þessu hlutverki en á sama tíma mikil ögrun. Ég er að ýta mér eins langt og ég kemst hvað varðar söng. Þetta eru lög sem allir þekkja og hafa fram að þessu verið sungin á vissan hátt. Ég mun setja á svið mína útfærslu af Önnu, og hún er ekki teiknimyndapersóna.“ Áður en Vala Kristín bregður sér inn í klakakastalann stígur hún þó inn í allt annan heim því í kvöld fer fram frumsýning á leikverkinu Teprurnar í Borgarleikhúsinu. Þar túlkar Vala Kristín persónuna Evu sem hún lýsir sem kurteisri og blíðri. „Hún er ofsalega vel meinandi, þó undir niðri kraumi í henni sprengikraftur,“ lýsir Vala Kristín og heldur áfram. „Hún er gröm yfir stöðu mála en verkið hverfist í kringum par sem lendir í vandræðum á nándarsviðinu. Þau hafa ekki sofið saman í rúmt ár en leitað nánast allra leiða til að bæta ástandið.“ Vala Kristín og Jörundur fara með hlutverk þeirra Evu og Andra í sýningunni Teprurnar.aðsend Leikskáldið sem startaði leikferlinum Jörundur Ragnarsson fer með hlutverk ástmannsins Andra en tenging hans við leikskáldið er skemmtileg. „Fyrsta hlutverkið sem ég lék eftir útskrift var eftir sama höfund, Anthony Neilson. Það var verkið Penetreitor sem við settum upp í Klink og Bank í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Eftir það lék ég í sýningunni Lík í óskilum, líka eftir Anthony, en þar vorum við Laddi að leysa saman ráðgátu. Það má því segja að þetta leikskáld hafi startað mínum ferli á leiksviði og hingað erum við komin. Að þessu sinni leikum við Vala par sem er búið að vera saman í níu ár en hefur ekki stundað kynlíf í fjórtán mánuði. Þau vilja ekki kalla sig teprur en eru það inn við beinið. Verkefnið sem þau taka að sér í sýningunni er að stunda kynlíf í leikhúsi fyrir framan áhorfendur. Þau eru því bæði stressuð og mikil pressa sem mæðir á þeim þessa kvöldstund.“ Í sýningunni tekur parið á sig krefjandi áskoranir fyrir framan fullan sal af fólki.aðsend Þau Jörundur og Vala Kristín segja æfingaferlið í raun hafa einkennst af andstæðum slíkra tilfinninga enda hafi það væri einkar þægilegt og laust við alla streitu. „Ég fattaði um daginn að ég hef ekki leikið eins oft með neinum öðrum leikara eins og Jörundi,“ segir Vala Kristín. „Við röðumst mjög oft saman sem par á sviðinu og höfum náð að pússast vel saman,“ samsinnir Jörundur og heldur áfram: „Ég get ekki sagt að ég tengi beint við karakterinn en umfjöllunarefnið er eitthvað sem margir þekkja hvert á sinn hátt. Þrátt fyrir að vera mjög fyndið fjallar verkið um óþægilega hluti sem sjaldan er talað um. Ofhugsanir í svefnherberginu og meðvitundin um hvað má og má ekki í kynlífi. Sýningin snertir á hlutum sem eru bæði sannir og geta verið bæði óþægilegir og erfiðir. Þarna er líka fjallað um hluti sem viðkoma metoo, hugsunin hvað má og hvenær farið er yfir mörk.“ Vala Kristín grípur orðið: „Að mínu mati kristallast sú hugsun í sýningunni að ef maður fer að afneita hlutum geta þeir átt það til að stækka. Skuggarnir vaxa í myrkri en lifa ekki í ljósinu. Við megum hlæja að því hvað við erum fáranleg og það getur líka verið heilandi.“ Þau Vala Kristín og Jörundur lýsa æfingaferlinu sem einu allsherjar hláturskasti.aðsend Draumaleikstjórinn Hilmir Snær Hilmir Snær Guðnason leikstýrir verkinu en þeir Jörundur eru góðir vinir og leika til að mynda saman í sýningunni Mátulegir um þessar mundir. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Hilmir leikstýrir Jörundi sem lýsir honum sem draumaleikstjóra. „Hann er svo hlýr og tillitssamur enda þekkir hann leikarastarfið vel og veit að við erum í grunninn viðkvæm lítil blóm þegar við fáum gagnrýni. Við erum í góðum og öruggum höndum.“ Vala Kristín er reynslumeiri þegar kemur að leikstjóranum því Hilmir sá framan af um leikstjórn á verkinu Oleana eða þangað til heimsfaraldurinn setti strik sitt á sýninguna. Ólafur Darri sem átti að fara með hlutverkið í sýningunni þurfti frá að hverfa og steig Hilmir því sjálfur inn í hlutverkið á móti Völu. Hún segir dásamlegt að vinna með honum. „Hann er svo afslappaður leikstjóri og ber fullt traust til fólksins sem hann vinnur með. Eins tekur hann alltaf vel í allar hugmyndir en svo veit hann fullkomlega hvað hann vill þegar hann sér það. Þetta er mjög þægilegt vinnuumhverfi.“ Jörundur segir stressið óumflýjanlegt á frumsýningardegi meðan Vala upplifir mikla hátíð.aðsen Fiðringurinn óumflýjanlegur Jörundur viðurkennir að á frumsýningardag læðist að honum sviðskrekkur. „Það er alltaf stressandi að stíga á svið en að mínu mati er það nauðsynlegt svo maður kveiki á öllum perum. Yfirleitt hverfur þetta þegar maður er kominn upp á svið, þá er bara gaman. Ég hef verið í þessu í sautján ár og það er óumflýjanlegt að fá fiðring við tilhugsunina um að berskjalda sig fyrir framan fólk. Í þessu tilfelli skemmtum við okkur svo mikið við að leika þessa karaktera að við höfum ekki enn komist í gegnum rennsli án þess að springa úr hlátri. Ég vona að við komumst í gegnum frumsýninguna í kvöld en okkur finnst þetta bara svo ferlega fyndið.“ „Mér finnst ég alltaf eiga afmæli á frumsýningardegi og stefni á að byrja daginn með spa og líkamsrækt,“ segir Vala Kristín og heldur áfram. „Svo ætla ég að borða góðan hádegismat en það skiptir miklu máli að allt sé hreint heima. Þess vegna fer dagurinn fyrir frumsýningu oftast í mikla tiltekt. Það er alltaf mikil og gleðileg hátíð að fylgja verki úr vör.“
Leikhús Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira