„Þetta er miklu algengara en við gerum okkur grein fyrir“ Íris Hauksdóttir skrifar 20. október 2023 20:00 Harpa Káradóttir er nýjasti gestur Spegilmyndarinnar. Harpa Káradóttir, förðunarfræðingur og eigandi skólans Makeup Studio Hörpu Kára, er nýjasti gestur Marín Möndu Magnúsdóttur í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Í þættinum fjallar hún meðal annars um húðumhirðu og gagnleg ráð þegar kemur að förðunarvörum. Harpa segist síendurtekið reka sig á konur sem kaupa snyrtivörur í hálfgerðri blindi bara vegna þess að sölumanneskjan í versluninni fullyrði að varan sé góð. Notar ekki karrý í allt „Stundum er það saumaklúbburinn sem mælir með en staðreyndin er sú að við erum svo ólík og með mismunandi húðgerðir. Fer ég í ræktina í hádeginu eða ekki, allt þetta hefur áhrif á hvaða vöruúrval við veljum. Hver einasti hlutur í snyrtibuddunni þinni er eitthvað krydd. Ef að kryddið er ekki að fara hjálpa réttinum sem þú ert að gera, slepptu þá að nota það. Þannig getum við orðið svolítið gagnrýnin á vörurnar. Hvað vill ég að þessi vara geri? Ef svarið er nei, út með hana. Ef þú pælir í því, karrý er geggjað krydd en þú notar ekki karrý í allt.” Í þættinum ræðir Harpa líka förðunarnámskeiðin sem hún heldur í skólanum sínum og segist oft upplifa fordóma fyrir námskeiðunum hjá ákveðnum hópi fólks. „Það halda svo margir að koma á förðunarnámskeið sé að fara kenna þér að verða mest málaða skvísan á svæðinu. Það er bara alls ekki það sem við erum að gera. Við erum bara að vinna með ólíkar húðtýpur og ólíkan aldur og við þekkjum það eftir því sem við eignumst fleiri börn eða lendum í áföllum, sofum minna, vinnum krefjandi störf, að við breytumst. Það er svo margt hægt að gera ef það veitir þér sjálfstraust og almenna gleði. Alveg eins og það er orðið mikið norm að lita á sér hárið, lita yfir gráu hárin og fara í klippingu á sex vikna fresti.” Förum oft í ýkjurnar Harpa snertir jafnframt á nýjasta æðinu í Hollywood þar sem sífellt fleiri leikkonur mæti á viðburði án farða. „Með förðunarvörum ertu að vinna með ákveðið útlit sem þú getur haft áhrif á og ef þú pælir í förðun þá er hver einasta manneskja sem þú horfir á í sjónvarpinu er förðuð, karlarnir líka. Við erum rosalega oft að gera eitthvað sem sést ekki. Hver einasta auglýsing sem þú sérð þá er einhver farðaður. Hvert einasta flettiskilti sem þú sérð af fólki þá er einhver farðaður. Í langflestum tilfellum í bíómyndum er einhvers konar förðun búin að eiga sér stað. Í leikhúsinu er einhver með einhverskonar förðun. Þetta er út um allt og það fer enginn inn í sjónvarpssal án þess að allavegana vera búinn að fá púður. Þannig að þetta er miklu algengara en við gerum okkur grein fyrir en við förum oft í ýkjurnar sem er oft það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá fólki.” Stríðsmálning veitir mér ekki innblástur Spurð hvað veiti Hörpu innblástur nefnir hún fallegar matreiðslu og hönnunarbækur. „Instagrammið mitt er troðfullt af einhverjum rússneskum botox babe-um sem þvílíkt er búið að fylla upp í einhverjar varir og það verið að gera einhverja stríðsmálningu og þær eru með teip til að gera augun meira kisuleg - þetta veitir mér engan innblástur. Þetta er bara rugl og ég fæ bara sting í magann að hugsa um að þarna eru kannski bara 12, 13,14,15,16, 17,18,19 og 20 ára stelpur að horfa á þetta og þetta er fyrir augunum á þeim oft á dag. Þetta eru orðnir svakalegir öfgar. Við verðum bara að fara inn í allt vitandi að nú er ég að fara horfa á öfgar. Við þurfum að vita það að þetta er ekki raunveruleiki.” Besta snyrtivaran að líða vel Að lokum er Harpa spurð um ómissandi snyrtivörur. „Vörur sem veita þér gleði og ánægju. Við vitum það, að það sem þér líður best með mun klæða þig best. Ekki skoðun einhvers annars. Ekki mitt val á því hvaða varalit þú átt að vera með. Það er bara smekksatriði og hver segir að mín skoðun sé eitthvað merkilegri en þín skoðun. Þú veist bara að ef við erum ánægð með okkur og berum okkur vel þá er það engin snyrtivara sem mun klæða okkur betur, heldur en bara að líða vel.” Þáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Spegilmyndin Útlit Hár og förðun Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Harpa segist síendurtekið reka sig á konur sem kaupa snyrtivörur í hálfgerðri blindi bara vegna þess að sölumanneskjan í versluninni fullyrði að varan sé góð. Notar ekki karrý í allt „Stundum er það saumaklúbburinn sem mælir með en staðreyndin er sú að við erum svo ólík og með mismunandi húðgerðir. Fer ég í ræktina í hádeginu eða ekki, allt þetta hefur áhrif á hvaða vöruúrval við veljum. Hver einasti hlutur í snyrtibuddunni þinni er eitthvað krydd. Ef að kryddið er ekki að fara hjálpa réttinum sem þú ert að gera, slepptu þá að nota það. Þannig getum við orðið svolítið gagnrýnin á vörurnar. Hvað vill ég að þessi vara geri? Ef svarið er nei, út með hana. Ef þú pælir í því, karrý er geggjað krydd en þú notar ekki karrý í allt.” Í þættinum ræðir Harpa líka förðunarnámskeiðin sem hún heldur í skólanum sínum og segist oft upplifa fordóma fyrir námskeiðunum hjá ákveðnum hópi fólks. „Það halda svo margir að koma á förðunarnámskeið sé að fara kenna þér að verða mest málaða skvísan á svæðinu. Það er bara alls ekki það sem við erum að gera. Við erum bara að vinna með ólíkar húðtýpur og ólíkan aldur og við þekkjum það eftir því sem við eignumst fleiri börn eða lendum í áföllum, sofum minna, vinnum krefjandi störf, að við breytumst. Það er svo margt hægt að gera ef það veitir þér sjálfstraust og almenna gleði. Alveg eins og það er orðið mikið norm að lita á sér hárið, lita yfir gráu hárin og fara í klippingu á sex vikna fresti.” Förum oft í ýkjurnar Harpa snertir jafnframt á nýjasta æðinu í Hollywood þar sem sífellt fleiri leikkonur mæti á viðburði án farða. „Með förðunarvörum ertu að vinna með ákveðið útlit sem þú getur haft áhrif á og ef þú pælir í förðun þá er hver einasta manneskja sem þú horfir á í sjónvarpinu er förðuð, karlarnir líka. Við erum rosalega oft að gera eitthvað sem sést ekki. Hver einasta auglýsing sem þú sérð þá er einhver farðaður. Hvert einasta flettiskilti sem þú sérð af fólki þá er einhver farðaður. Í langflestum tilfellum í bíómyndum er einhvers konar förðun búin að eiga sér stað. Í leikhúsinu er einhver með einhverskonar förðun. Þetta er út um allt og það fer enginn inn í sjónvarpssal án þess að allavegana vera búinn að fá púður. Þannig að þetta er miklu algengara en við gerum okkur grein fyrir en við förum oft í ýkjurnar sem er oft það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá fólki.” Stríðsmálning veitir mér ekki innblástur Spurð hvað veiti Hörpu innblástur nefnir hún fallegar matreiðslu og hönnunarbækur. „Instagrammið mitt er troðfullt af einhverjum rússneskum botox babe-um sem þvílíkt er búið að fylla upp í einhverjar varir og það verið að gera einhverja stríðsmálningu og þær eru með teip til að gera augun meira kisuleg - þetta veitir mér engan innblástur. Þetta er bara rugl og ég fæ bara sting í magann að hugsa um að þarna eru kannski bara 12, 13,14,15,16, 17,18,19 og 20 ára stelpur að horfa á þetta og þetta er fyrir augunum á þeim oft á dag. Þetta eru orðnir svakalegir öfgar. Við verðum bara að fara inn í allt vitandi að nú er ég að fara horfa á öfgar. Við þurfum að vita það að þetta er ekki raunveruleiki.” Besta snyrtivaran að líða vel Að lokum er Harpa spurð um ómissandi snyrtivörur. „Vörur sem veita þér gleði og ánægju. Við vitum það, að það sem þér líður best með mun klæða þig best. Ekki skoðun einhvers annars. Ekki mitt val á því hvaða varalit þú átt að vera með. Það er bara smekksatriði og hver segir að mín skoðun sé eitthvað merkilegri en þín skoðun. Þú veist bara að ef við erum ánægð með okkur og berum okkur vel þá er það engin snyrtivara sem mun klæða okkur betur, heldur en bara að líða vel.” Þáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Spegilmyndin Útlit Hár og förðun Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira