Jón efndi til blaðamannafundar: „Tognun er ósýnilegur sjúkdómur í samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 23:30 Blaðamannafundur Jóns Gnarr fór fram í gær. X977 Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning. Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Grín og gaman X977 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan.
Grín og gaman X977 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira