Anníe Mist stóð varla í lappirnar eftir eina æfinguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gat skiljanlega varla staðið í lappirnar eftir að hafa snúið sér tíu sinnum í hringi standandi á höndum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir Rogue Invitational stórmótið sem fer fram 27. til 29. október næstkomandi. Anníe Mist sýnir fylgjendum sínum oft æfingarnar sýnar og þar er lítið slakað á. Anníe er enn í hópi þeirra bestu í heimi meira en fjórtán árum eftir hún keppti fyrst á heimsleikunum í CrossFit. Hún hefur haldið í við næstu kynslóð og skrifað með því CrossFit söguna sem sú fyrsta sem keppir á heimsleikum á þremur mismunandi áratugum. Sterk staða og vinsældir Anníe sjást meðal annars í því að henni er boðið á þetta frábæra mót í Texas í Bandaríkjunum. Æfingarnar hjá Anníe eru mismunandi eins og þær eru margar. Það er enginn vafi á því að þarna skiptir máli að vera óhrædd að takast á við áskoranir og þora að gera nýja hluti. Fyrir þá sem fylgjast með æfingum hennar sjá mörg dæmi um það þegar hún prófar nýja og mjög krefjandi hluti. Það er ekki nóg að vera sterkur og með gott úthald í nútíma CrossFit því fimleikarnir geta einnig gert CrossFit fólkinu grikk. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Handstaðan hefur reglulega poppað upp á leikunum undanfarið og þá í hinum ýmsu myndum. Anníe sýndi frá því um helgina að hún er tilbúin að takast á við það að ganga á höndum með alls konar útfærslu. Anníe stóð reyndar varla í lappirnar eftir eina æfinguna þar sem hún snéri sér í tíu hringi á höndum. Fyrir þá sem verða ringlaðir eftir að snúa sér í nokkra hringi uppistandandi geta rétt ímyndað sér hvað hausinn þeirra myndi hringsnúast eftir slíka æfingu. „Ég hafði ekki gert þetta í svo langan tíma en þegar ég var byrjuð þá gat ég bara ekki hætt. Ég trúi því ekki hvað er gaman að leika sér svona,“ skrifaði Anníe Mist við myndbandið. Hér fyrir ofan má sjá okkar konu gera umrædda æfingu. CrossFit Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Anníe Mist sýnir fylgjendum sínum oft æfingarnar sýnar og þar er lítið slakað á. Anníe er enn í hópi þeirra bestu í heimi meira en fjórtán árum eftir hún keppti fyrst á heimsleikunum í CrossFit. Hún hefur haldið í við næstu kynslóð og skrifað með því CrossFit söguna sem sú fyrsta sem keppir á heimsleikum á þremur mismunandi áratugum. Sterk staða og vinsældir Anníe sjást meðal annars í því að henni er boðið á þetta frábæra mót í Texas í Bandaríkjunum. Æfingarnar hjá Anníe eru mismunandi eins og þær eru margar. Það er enginn vafi á því að þarna skiptir máli að vera óhrædd að takast á við áskoranir og þora að gera nýja hluti. Fyrir þá sem fylgjast með æfingum hennar sjá mörg dæmi um það þegar hún prófar nýja og mjög krefjandi hluti. Það er ekki nóg að vera sterkur og með gott úthald í nútíma CrossFit því fimleikarnir geta einnig gert CrossFit fólkinu grikk. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Handstaðan hefur reglulega poppað upp á leikunum undanfarið og þá í hinum ýmsu myndum. Anníe sýndi frá því um helgina að hún er tilbúin að takast á við það að ganga á höndum með alls konar útfærslu. Anníe stóð reyndar varla í lappirnar eftir eina æfinguna þar sem hún snéri sér í tíu hringi á höndum. Fyrir þá sem verða ringlaðir eftir að snúa sér í nokkra hringi uppistandandi geta rétt ímyndað sér hvað hausinn þeirra myndi hringsnúast eftir slíka æfingu. „Ég hafði ekki gert þetta í svo langan tíma en þegar ég var byrjuð þá gat ég bara ekki hætt. Ég trúi því ekki hvað er gaman að leika sér svona,“ skrifaði Anníe Mist við myndbandið. Hér fyrir ofan má sjá okkar konu gera umrædda æfingu.
CrossFit Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira