„Ég lifi fyrir gamla fólkið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. október 2023 07:00 Bassi Maraj er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Vísir/Vilhelm „Maður heldur oft að gamalt fólk sé bara með endalaust af fordómum en það er ekki þannig,“ segir raunveruleikastjarnan og rapparinn Bassi Maraj. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: „Beef“ á Austur Club Í raunveruleikaþáttunum Æði er fylgst með lífi Bassa, Patreks Jaime og Binna Glee en í síðastliðnum seríum hafa tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur einnig verið áberandi. Bassi er búinn að þekkja Patrek Jaime, eða Patta, lengst af strákunum. „Ég er búinn að þekkja Patta í svona sex ár. Við kynntumst á Austur Club og vorum fyrst alveg að beefa. Svo urðum við geðveikt góðir vinir, bara óvart í einhverju afmæli.“ Bassa óraði ekki fyrir því að hann ætti eftir að verða svona þekktur í kjölfar Æðis. „Þetta var alveg sjokk. Ég er nefnilega lokuð persóna. En það hefur hjálpað mér smá að opna mig í seríunni og taka það líka út í lífið, að vera opinn. Það hefur fylgt mér frá seríunum.“ View this post on Instagram A post shared by BRYNJAR (@binniglee) „Afhverju var ég að segja þetta í sjónvarpi?“ Hann segist aldrei hafa undirbúið sig fyrir neinar tökur í Æði heldur einfaldlega þurft að vera hann sjálfur. „Þetta er bara: Sestu í stólinn karlinn minn. Og svo bara opnar maður sig en guð, það getur verið krefjandi. Ég hef alveg opnað mig um hluti sem ég er svo bara ómægad, það má enginn vita þetta. Afhverju var ég að segja þetta í sjónvarpi? En svo er það bara allt í lagi. Þá get ég líka sýnt fólki að það er í lagi að vera opinn.“ Bassi hefur rætt ýmsa persónulega hluti í seríunni. Hann missti föður sinn fyrir um þremur árum síðan og ræddi það opinskátt við prest í einum þættinum. „Ég held að ef ég myndi tala aftur um þetta þá væri það ekki við prest. Ég er ekki trúaður. En ég elska samt Jesú.“ Aðspurður segist hann ekki hafa unnið mikið úr fráfalli föður síns en að sögn Bassa áttu þeir mjög gott samband og voru góðir vinir. „Ég hef ekkert eitthvað pælt mikið í því að vinna úr því. Það kemur bara einn daginn. Þá fæ ég bara mental breakdown og fer til sálfræðings.“ Tekur lífinu ekki of alvarlega Bassi kom út úr skápnum mörgum árum áður en faðir hans féll frá. Bassi segir að allir fjölskyldumeðlimir hans hafi tekið því mjög vel og stutt hann í því að vera nákvæmlega eins og hann er. Hann er mjög náinn systkinum sínum og móður og segist ekki geta hugsað sér tilveruna án þeirra. „Það fara svo núna að vera komin tíu ár síðan ég kom út úr skápnum. Ég þarf eiginlega að halda partý í tilefni af því.“ Bassi hefur alltaf haft húmorinn með sér í liði og var uppátækjasamt barn. „Ég elska að grínast, mér finnst það ógeðslega gaman. Ég elska að flippa, djóka og stríða. Ég er bara ógeðslega lífsglaður. Mottóið mitt í lífinu er að ekki taka lífinu of alvarlega. Ég hef alltaf haft það sem mottó. Ég geng alveg of langt í að fokkast, ég get alveg viðurkennt það.“ Aðspurður hvað hafi mótað sig í lífinu segir Bassi: „Æði á alveg mjög stóran þátt í því. Líka að alast upp í Grafarvoginum. Það var alveg gettó.“ Þá bætir hann við að hann hafi verið svolítill vandræðaunglingur og hvatvísin hafi alltaf fylgt honum. View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Lifir fyrir gamla fólkið Síðastliðin ár hefur Bassi unnið á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu þrátt fyrir að vera hættur þar í dag. Þá er áhugavert að allir meðlimirnir í Æði hafa starfað á Hrafnistu og eiga þeir það sameiginlegt að elska eldri borgara landsins. „Ég veit eiginlega ekki afhverju og það var frekar random að við byrjuðum allir að vinna á sama stað. En það var ótrúlega gaman að vinna með gamla fólkinu. Amma mín og afi eru stór partur af mínu lífi og ég lifi fyrir gamla fólkið. Maður heldur oft að gamalt fólk sé bara með endalaust af fordómum en það er ekkert þannig. Mörg þeirra horfa meira að segja á Æði.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 „Ekkert pláss fyrir mann með pungfýlu að skíta út mitt heimili“ „Það er bara ógeðslega leim að leita að maka á Íslandi og íslenskir karlmenn eru ekki málið,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. 22. október 2023 07:00 Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: „Beef“ á Austur Club Í raunveruleikaþáttunum Æði er fylgst með lífi Bassa, Patreks Jaime og Binna Glee en í síðastliðnum seríum hafa tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur einnig verið áberandi. Bassi er búinn að þekkja Patrek Jaime, eða Patta, lengst af strákunum. „Ég er búinn að þekkja Patta í svona sex ár. Við kynntumst á Austur Club og vorum fyrst alveg að beefa. Svo urðum við geðveikt góðir vinir, bara óvart í einhverju afmæli.“ Bassa óraði ekki fyrir því að hann ætti eftir að verða svona þekktur í kjölfar Æðis. „Þetta var alveg sjokk. Ég er nefnilega lokuð persóna. En það hefur hjálpað mér smá að opna mig í seríunni og taka það líka út í lífið, að vera opinn. Það hefur fylgt mér frá seríunum.“ View this post on Instagram A post shared by BRYNJAR (@binniglee) „Afhverju var ég að segja þetta í sjónvarpi?“ Hann segist aldrei hafa undirbúið sig fyrir neinar tökur í Æði heldur einfaldlega þurft að vera hann sjálfur. „Þetta er bara: Sestu í stólinn karlinn minn. Og svo bara opnar maður sig en guð, það getur verið krefjandi. Ég hef alveg opnað mig um hluti sem ég er svo bara ómægad, það má enginn vita þetta. Afhverju var ég að segja þetta í sjónvarpi? En svo er það bara allt í lagi. Þá get ég líka sýnt fólki að það er í lagi að vera opinn.“ Bassi hefur rætt ýmsa persónulega hluti í seríunni. Hann missti föður sinn fyrir um þremur árum síðan og ræddi það opinskátt við prest í einum þættinum. „Ég held að ef ég myndi tala aftur um þetta þá væri það ekki við prest. Ég er ekki trúaður. En ég elska samt Jesú.“ Aðspurður segist hann ekki hafa unnið mikið úr fráfalli föður síns en að sögn Bassa áttu þeir mjög gott samband og voru góðir vinir. „Ég hef ekkert eitthvað pælt mikið í því að vinna úr því. Það kemur bara einn daginn. Þá fæ ég bara mental breakdown og fer til sálfræðings.“ Tekur lífinu ekki of alvarlega Bassi kom út úr skápnum mörgum árum áður en faðir hans féll frá. Bassi segir að allir fjölskyldumeðlimir hans hafi tekið því mjög vel og stutt hann í því að vera nákvæmlega eins og hann er. Hann er mjög náinn systkinum sínum og móður og segist ekki geta hugsað sér tilveruna án þeirra. „Það fara svo núna að vera komin tíu ár síðan ég kom út úr skápnum. Ég þarf eiginlega að halda partý í tilefni af því.“ Bassi hefur alltaf haft húmorinn með sér í liði og var uppátækjasamt barn. „Ég elska að grínast, mér finnst það ógeðslega gaman. Ég elska að flippa, djóka og stríða. Ég er bara ógeðslega lífsglaður. Mottóið mitt í lífinu er að ekki taka lífinu of alvarlega. Ég hef alltaf haft það sem mottó. Ég geng alveg of langt í að fokkast, ég get alveg viðurkennt það.“ Aðspurður hvað hafi mótað sig í lífinu segir Bassi: „Æði á alveg mjög stóran þátt í því. Líka að alast upp í Grafarvoginum. Það var alveg gettó.“ Þá bætir hann við að hann hafi verið svolítill vandræðaunglingur og hvatvísin hafi alltaf fylgt honum. View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Lifir fyrir gamla fólkið Síðastliðin ár hefur Bassi unnið á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu þrátt fyrir að vera hættur þar í dag. Þá er áhugavert að allir meðlimirnir í Æði hafa starfað á Hrafnistu og eiga þeir það sameiginlegt að elska eldri borgara landsins. „Ég veit eiginlega ekki afhverju og það var frekar random að við byrjuðum allir að vinna á sama stað. En það var ótrúlega gaman að vinna með gamla fólkinu. Amma mín og afi eru stór partur af mínu lífi og ég lifi fyrir gamla fólkið. Maður heldur oft að gamalt fólk sé bara með endalaust af fordómum en það er ekkert þannig. Mörg þeirra horfa meira að segja á Æði.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 „Ekkert pláss fyrir mann með pungfýlu að skíta út mitt heimili“ „Það er bara ógeðslega leim að leita að maka á Íslandi og íslenskir karlmenn eru ekki málið,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. 22. október 2023 07:00 Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01
„Ekkert pláss fyrir mann með pungfýlu að skíta út mitt heimili“ „Það er bara ógeðslega leim að leita að maka á Íslandi og íslenskir karlmenn eru ekki málið,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. 22. október 2023 07:00
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00