Þjálfaraleit KR: Ekki rætt við jafn marga og haldið hefur verið fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 13:00 Rúnar Kristinsson hætti sem þjálfari KR í haust eftir langan og farsælan tíma. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar leita að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins í fótbolta en Rúnar Kristinsson hætti með liðið eftir tímabilið. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll. Besta deild karla KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll.
Besta deild karla KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira