Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 10:30 Bragi Valdimar segir lengi hafa verið vöntun á góðu hrekkjavökulagi, hann hefur nú bætt úr því. Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“ Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“
Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp