„Þetta var hans einlæga ósk“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz lék Ragga Bjarna yfir tvöhundruð sinnum og býr yfir mörgum skemmtilegum sögum. „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira