„Þetta var hans einlæga ósk“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz lék Ragga Bjarna yfir tvöhundruð sinnum og býr yfir mörgum skemmtilegum sögum. „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira