Körfubolti

Valur og Keflavík komu til baka

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá Val.
Úr leik hjá Val. Vísir/Bára Dröfn

Valur og Keflavík komu bæði til baka og unnu sína leiki eftir að hafa verið undir í hálfleik í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Í Keflavík tók heimaliðið á móti Snæfelli sem hafði ekki unnið leik í deildinni þar til í kvöld. Það voru gestirnir í Snæfelli sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-20. Forystan jókst í öðrum leikhluta og var staðan orðin 35-41 í hálfleik.

Í þriðja leikhluta tók Keflavík við sér og skoraði 20 stig en Snæfell aðeins 12 og því forystan komin til Keflavíkur og nánast það sama gerðist í fjórða leikhlutanum nema þá setti Keflavík niður 21 stig í stað 20. Lokatölur í Keflavík 76-65 og Snæfell því enn án sigurs. Elisa Pinzan var stigahæst hjá Keflavík með tólf stig en stigahæst hjá Snæfelli var Eva Rupnik með 17.

Haukar töpuðu á heimavelli gegn Grindavík þrátt fyrir frábæran leik hjá Keira Robinson sem setti 33 stig í leiknum. Lokatölur á Ásvöllum 69-80. Eve Braslis fór mikinn í liði Grindavíkur en hún setti 21 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Fjölnir fór í heimsókn til Vals og var lengi vel með forystuna en staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-21 og í hálfleik var hún 34-41 og enn og aftur var það Raquel Laneiro sem fór fyrir liði Fjölnis.

Valsliðið kom þó til baka í seinni hálfleiknum og náði smátt og smátt að minnka forystu gestanna og að lokum var það Valur sem nældi í stigin tvö. Raquel Laneiro var stigahæst í liði Fjölnis með 23 stig en stigahæst hjá Val og í öllum leiknum var Karina Konstantinova. Lokatölur 73-69.

Öll úrslit kvöldsins:

Keflavík 76 - 65 Snæfell

Valur 73 - 68 Fjölnir

Haukar 71 - 84 Grindavík

Breiðablik 71 - 92 Þór A




Fleiri fréttir

Sjá meira


×