Rúnar Kristinsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Rúnar sér mikla möguleika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undanfarin ár. Félagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu. „Það er bara búið að vera mjög gaman hérna upp á síðkastið. Að kynnast starfsfólkinu hér, stjórnarmeðlimum og sjálfboðaliðum,“ segir Rúnar, nýráðinn þjálfari Fram. „Ég hef fengið góðar móttökur og er mjög spenntur fyrir verkefninu framundan. Leikmannahópurinn er mjög flottur, hann er skipaður af fullt af flottum strákum og hér eru miklir möguleikar.“ Mikið af símtölum en kaus Fram Það er ekki á hverjum degi sem jafn reynslumikill þjálfari og Rúnar Kristinsson stendur félögum til boða og því ekki skrýtið að nokkur þeirra hafi kannað í honum hljóðið. „Ég fékk mikið af símtölum en fór í einar aðrar viðræður sem voru mjög skemmtilegar en fólu í sér öðruvísi verkefni sem var ekki í sömu deild. Það hefði verið ofboðslega skemmtilegt verkefni að taka að sér líka en ég vil vera á meðal þeirra bestu. Vera í efstu deild og það er það sem gerði útslagið í þessu. Fram er með frábæra aðstöðu. Þetta er gamalgróið félag sem hefur unnið átján Íslandsmeistaratitla en liðið dálítið síðan sá átjándi skilaði sér. Þá er liðið langt síðan að félagið varð bikarmeistari síðan, tíu ár. Félagið hefur fært sig úr Safamýrinni hingað í Úlfarsárdalinn og hér er fullt af tækifærum í framtíðinni. Byggðin hér á eftir að stækka, hér er fullt af börnum og félag sem á eftir að rísa aftur upp.“ Rúnar og formaður knattspyrnudeildar Fram, Agnar Þór Hilmarsson, handsala samninginn sem gildir til næstu þriggja ára.Vísir/Sigurjón Ólason Þær eru margar, ástæðurnar fyrir því að Rúnar ákvað að stökkva á það gerast þjálfari Fram. Fyrst og fremst leist honum vel á leikmannahóp liðsins. „Mér hefur fundist Fram liðið vera skemmtilegt á köflum, sérstaklega í fyrra. Í sumar voru þeir kannski ekki eins sterkir og í fyrra en samt fannst mér þeir ef eitthvað er vera með örlítið betri leikmannahóp. Sá leikmannahópur er hér enn þá og ég vonast til að geta nýtt hann mjög vel. Um leið vil ég kíkja á ungu strákana sem eru hér hjá félaginu og vonandi bæta einhverju við leikmannahópinn þannig að við getum unnið fleiri leiki en liðið hefur gert bæði í ár og í fyrra. Lyft liðinu aðeins upp töfluna.“ „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“ Samningur Rúnars er sem fyrr segir til næstu þriggja ára. Hver eru markmiðin? „Þetta snýst um að reyna koma liðinu upp í topp sex sæti Bestu deildarinnar. Við ætlum að byrja á því. Með tíð og tíma, vonandi innan fárra ára, vill maður koma liðinu aftur inn í Evrópukeppni og berjast um titla. En maður verður jafnframt að passa sig á því að horfa ekki allt of langt fram á við í einu. Við ætlum að byrja á næsta tímabili. Reyna að styrkja leikmannahópinn. Styrkja leikmennina. Gera þá betri. Gera liðið betra og samkeppnishæfara. Vonandi getum við tekið þátt í þeirri baráttu að berjast um þessi topp sex sæti. Nú ef ekki þá höldum við bara áfram að vinna, bæta okkur og læra. Það er hluti af þroskanum fyrir alla. Fyrir mig sem þjálfara og fyrir leikmennina. Árangurinn kemur svo ef menn leggja á sig mikla vinnu.“ Frá leik á FramvellinumVísir/Hulda Margrét Rúnar á ekki von á miklum breytingum á leikmannahópi fram milli tímabila. „Auðvitað viljum við fá einhverja leikmenn inn. Það eru einhverjir leikmenn hjá okkur að renna út á samning. Einhverjir sem vilja kannski fara en það er bara eins og gengur og gerist í öllum félögum. Við þurfum bara að sjá hvaða leikmenn henta í það sem við viljum gera hér. Það sem ég vil gera með liðið. Reyna að finna bestu leikmennina í það. Ef við höfum kost á að velja þá er það gott. Það eru ekki alltaf allir sem vilja koma hingað og það þarf að ná samningum. Menn eru misdýrir og við þurfum bara að sníða stakk eftir vexti og reyna finna leikmenn sem eru til í að koma og vinna vinnu hérna og leggja hana á sig.“ Það vakti mikla athygli þegar að greint var frá ákvörðun knattspyrnudeildar KR að endurnýja ekki samning sinn við Rúnar sem er goðsögn í sögu félagsins og hefur á tveimur mismunandi þjálfaraskeiðum hjá liðinu sótt sex titla samanlagt í deild og bikar. Sáttur innst inni í sínu skinni Rúnar var fljótur að finna sér nýja vinnu á meðan að KR hefur ekki ráðið inn nýjan þjálfara. Það héldu margir að með þeirri ákvörðun að láta Rúnar fara væri KR búið að hugsa út í næstu skref en félagið hefur enn ekki ráðið inn arftaka hans. „Ég vil helst og eiginlega ekkert ræða það,“ segir Rúnar aðspurður um stöðuna hjá KR. „Það er ekki mitt að hafa skoðanir á því. Ég hef alveg mínar skoðanir en ég ætla ekki að viðra þær við almenning. Ég held hins vegar að ég sé sáttur innst inni í mínu skinni og get verið ánægður með mína ákvörðun. Að vera kominn á þennan stað. Svo verða þeir bara að fá að vinna sína vinnu sem að stjórna KR.“ Eins og best verður á kosið Hjá Fram er Rúnar að fara inn í framúrskarandi aðstöðu. Aðstaðan sem félagið býr að er með þeirri glæsilegustu hér á landi. „Hún er ofboðsleg flott. Bæði fyrir leikmennina, þjálfarateymið og alla sem koma að liðinu. Hér er allt til alls. Þetta er nýtískuhús með góðum búningsklefum, lyftingaraðstöðu, æfingarsölum og frábæru gervigrasi hérna úti. Þetta er bara eins flott og það gerist á Íslandi.“ Frá leik á FramvellinumVísir/Pawel Cieslikiewicz Besta deild karla Fram Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn
„Það er bara búið að vera mjög gaman hérna upp á síðkastið. Að kynnast starfsfólkinu hér, stjórnarmeðlimum og sjálfboðaliðum,“ segir Rúnar, nýráðinn þjálfari Fram. „Ég hef fengið góðar móttökur og er mjög spenntur fyrir verkefninu framundan. Leikmannahópurinn er mjög flottur, hann er skipaður af fullt af flottum strákum og hér eru miklir möguleikar.“ Mikið af símtölum en kaus Fram Það er ekki á hverjum degi sem jafn reynslumikill þjálfari og Rúnar Kristinsson stendur félögum til boða og því ekki skrýtið að nokkur þeirra hafi kannað í honum hljóðið. „Ég fékk mikið af símtölum en fór í einar aðrar viðræður sem voru mjög skemmtilegar en fólu í sér öðruvísi verkefni sem var ekki í sömu deild. Það hefði verið ofboðslega skemmtilegt verkefni að taka að sér líka en ég vil vera á meðal þeirra bestu. Vera í efstu deild og það er það sem gerði útslagið í þessu. Fram er með frábæra aðstöðu. Þetta er gamalgróið félag sem hefur unnið átján Íslandsmeistaratitla en liðið dálítið síðan sá átjándi skilaði sér. Þá er liðið langt síðan að félagið varð bikarmeistari síðan, tíu ár. Félagið hefur fært sig úr Safamýrinni hingað í Úlfarsárdalinn og hér er fullt af tækifærum í framtíðinni. Byggðin hér á eftir að stækka, hér er fullt af börnum og félag sem á eftir að rísa aftur upp.“ Rúnar og formaður knattspyrnudeildar Fram, Agnar Þór Hilmarsson, handsala samninginn sem gildir til næstu þriggja ára.Vísir/Sigurjón Ólason Þær eru margar, ástæðurnar fyrir því að Rúnar ákvað að stökkva á það gerast þjálfari Fram. Fyrst og fremst leist honum vel á leikmannahóp liðsins. „Mér hefur fundist Fram liðið vera skemmtilegt á köflum, sérstaklega í fyrra. Í sumar voru þeir kannski ekki eins sterkir og í fyrra en samt fannst mér þeir ef eitthvað er vera með örlítið betri leikmannahóp. Sá leikmannahópur er hér enn þá og ég vonast til að geta nýtt hann mjög vel. Um leið vil ég kíkja á ungu strákana sem eru hér hjá félaginu og vonandi bæta einhverju við leikmannahópinn þannig að við getum unnið fleiri leiki en liðið hefur gert bæði í ár og í fyrra. Lyft liðinu aðeins upp töfluna.“ „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“ Samningur Rúnars er sem fyrr segir til næstu þriggja ára. Hver eru markmiðin? „Þetta snýst um að reyna koma liðinu upp í topp sex sæti Bestu deildarinnar. Við ætlum að byrja á því. Með tíð og tíma, vonandi innan fárra ára, vill maður koma liðinu aftur inn í Evrópukeppni og berjast um titla. En maður verður jafnframt að passa sig á því að horfa ekki allt of langt fram á við í einu. Við ætlum að byrja á næsta tímabili. Reyna að styrkja leikmannahópinn. Styrkja leikmennina. Gera þá betri. Gera liðið betra og samkeppnishæfara. Vonandi getum við tekið þátt í þeirri baráttu að berjast um þessi topp sex sæti. Nú ef ekki þá höldum við bara áfram að vinna, bæta okkur og læra. Það er hluti af þroskanum fyrir alla. Fyrir mig sem þjálfara og fyrir leikmennina. Árangurinn kemur svo ef menn leggja á sig mikla vinnu.“ Frá leik á FramvellinumVísir/Hulda Margrét Rúnar á ekki von á miklum breytingum á leikmannahópi fram milli tímabila. „Auðvitað viljum við fá einhverja leikmenn inn. Það eru einhverjir leikmenn hjá okkur að renna út á samning. Einhverjir sem vilja kannski fara en það er bara eins og gengur og gerist í öllum félögum. Við þurfum bara að sjá hvaða leikmenn henta í það sem við viljum gera hér. Það sem ég vil gera með liðið. Reyna að finna bestu leikmennina í það. Ef við höfum kost á að velja þá er það gott. Það eru ekki alltaf allir sem vilja koma hingað og það þarf að ná samningum. Menn eru misdýrir og við þurfum bara að sníða stakk eftir vexti og reyna finna leikmenn sem eru til í að koma og vinna vinnu hérna og leggja hana á sig.“ Það vakti mikla athygli þegar að greint var frá ákvörðun knattspyrnudeildar KR að endurnýja ekki samning sinn við Rúnar sem er goðsögn í sögu félagsins og hefur á tveimur mismunandi þjálfaraskeiðum hjá liðinu sótt sex titla samanlagt í deild og bikar. Sáttur innst inni í sínu skinni Rúnar var fljótur að finna sér nýja vinnu á meðan að KR hefur ekki ráðið inn nýjan þjálfara. Það héldu margir að með þeirri ákvörðun að láta Rúnar fara væri KR búið að hugsa út í næstu skref en félagið hefur enn ekki ráðið inn arftaka hans. „Ég vil helst og eiginlega ekkert ræða það,“ segir Rúnar aðspurður um stöðuna hjá KR. „Það er ekki mitt að hafa skoðanir á því. Ég hef alveg mínar skoðanir en ég ætla ekki að viðra þær við almenning. Ég held hins vegar að ég sé sáttur innst inni í mínu skinni og get verið ánægður með mína ákvörðun. Að vera kominn á þennan stað. Svo verða þeir bara að fá að vinna sína vinnu sem að stjórna KR.“ Eins og best verður á kosið Hjá Fram er Rúnar að fara inn í framúrskarandi aðstöðu. Aðstaðan sem félagið býr að er með þeirri glæsilegustu hér á landi. „Hún er ofboðsleg flott. Bæði fyrir leikmennina, þjálfarateymið og alla sem koma að liðinu. Hér er allt til alls. Þetta er nýtískuhús með góðum búningsklefum, lyftingaraðstöðu, æfingarsölum og frábæru gervigrasi hérna úti. Þetta er bara eins flott og það gerist á Íslandi.“ Frá leik á FramvellinumVísir/Pawel Cieslikiewicz
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti