Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. október 2023 10:14 Ástin og gleðin voru svo sannarlega við völd í gærkvöldi. Búningarnir voru stórkostlegir og sumir ansi ógnvekjandi, eins og tvíburarar þeirrar Sunnevu og Baltasars. Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta. Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta.
Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira