Tannlæknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2023 20:04 Sverrir Örn, tannlæknir á Selfossi, sem fer alla leið með hrekkjavökuna á morgun í húsi fjölskyldunnar við Kjarrhóla 8. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum. Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi. Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi.
Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira