Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði yfirleitt á bilinu núll til sex stig.
„Keimlíkt veður á morgun, vindur verður þó heldur hægari og undir kvöld fer að rigna á Austurlandi.
Á laugardag er svo útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt með dálitlum skúrum eða éljum á Norður- og Austurlandi, en á sunnudag bætir líklega í vind og úrkomu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, en yfirleitt þurrt sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s og skúrir eða él, en úrkomulítið sunnan heiða. Bætir í vind síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðaustan 10-18 og él, en rigning eða slydda austantil. Þurrt að kalla um landið suðvestanvert. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.
Á mánudag: Norðaustlæg átt og skúrir eða él, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustanátt og rigning eða snjókoma með köflum. Hiti 0 til 5 stig.