Íþróttakonur glíma oft við allt önnur vandamál en íþróttakarlar í undirbúningi sínum fyrir keppni og eitt af því sem er kannski ekki nógu mikið fjallað um er áhrif tíðahringsins á æfingar. Þetta er auðvitað vandamál sem karlkynið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af.
Sólveig, sem er ein besta CrossFit kona Íslands, vildi sýna fylgjendum sínum dæmi um áhrif tíðahringsins á sig. Sólveig birti því tvö myndbönd af sér þar sem sjá má þessi áhrif greinilega.
Þyngdist um þrjú kíló á viku
Hormónaflæðið breytist mikið þegar konur fara á túr en blæðingarnar draga ekki aðeins úr orku og krafti þeirra heldur hefur einnig áhrif á sjálfan líkamann.
Þetta sést vel á færslu Sólveigar.
„Ég þyngdist um þrjú kíló á einu viku þrátt fyrir að gera allt eins og venjulega,“ skrifaði Sólveig.
„Eftir fimmtán ár af þessu þá á ég enn svo erfitt með að trúa því að ástæðan sé að ég að byrja á blæðingum,“ skrifaði Sólveig.
Faðir hennar kom með annað sjónarhorn
Hún segir þó að faðir hennar hafi verið fljótur að tala hana til þegar hún fór einu sinni að kvarta yfir þessu.
„Ég var einu sinni að kvarta yfir því hvað við konur þurftum að ganga í gegnum en pabbi var fljótur að stoppa mig af. Vildir þú frekar sleppa þessu og missa af möguleikanum á því að eignast börn? Þú veist að við menn getum aldrei upplifað slíka gjöf,“ skrifaði Sólveig um samskiptin við föður sinn.
„Ég vil upplifa það að eignast barn einn daginn og ætla því að reyna að kvarta minna. Það líður samt öllum ekki þannig og þið megið kvarta eins mikið og þið viljið því þetta er mjög þreytandi,“ skrifaði Sólveig.
Það gæti þurft að endurhlaða fréttina ef Instagram færslan birtist ekki.