Ný gullskynslóð Færeyinga á fjölum Laugardalshallarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 12:01 Hinn 21 árs gamli Elias Ellefsen a Skipagotu er stærsta stjarna færeyska landsliðsins en hann spilar með Kiel í Þýskalandi. Getty/Frank Molter Ísland mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir EM í handbolta í Þýskalandi í janúar. Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR) Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska landsliðið er þar að fara á sitt þrettánda Evrópumót í röð en þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið kemst á stórmót. Það má því segja að í kvöld sé tækifæri til að sjá nýja gullskynslóð Færeyinga spila hér á landi. Ísland vann tvo stórsigra á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust síðast á handboltavellinum í maí 2005. Fyrri leikurinn vannst með 21 marki en sá síðari með 9 mörkum. Færeyingar tefla fram allt öðru og betra liði í dag. Í aðalhlutverkum eru ungir leikmenn sem hafa verið að gera flotta hluti á stórmótum yngri landsliða síðustu ár. Komnir í þýsk stórlið Með frammistöðu sinni hafa þessir strákar einnig komist að hjá sterkum félagsliðum í Evrópu. Elias Ellefsen á Skipagøtu er þannig leikmaður THW Kiel í Þýskalandi og Hákun West av Teigum spilar með Füchse Berlin. Þá er Óli Mittún hjá Sävehof í Svíþjóð en þar spilaði Elias áður. Einn leikmaður færeyska liðsins spilar á Íslandi en það er hornamaðurinn Allan Norðberg hjá Val. Nicholas Satchwell, fyrrum markvörður KA, og Vilhelm Poulsen, fyrrum leikmaður Fram eru líka báðir í hópnum. Ungu stjörnuleikmenn liðsins eru leikstjórnandinn Elias á Skipagötu (21 árs), hægri hornamaðurinn Hákun av Teigum (21 árs) og vinstri skyttan Óli Mittún (18 ára) sem allir hafa slegið í gegn á stórmótum yngri landsliða. Elias á Skipagötu var valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar 2021-22 og var bæði markahæstur (55 mörk) og besti leikstjórnandi á HM 21 árs landsliða í sumar þar sem færeyska liðið endaði í sjöunda sæti. Hann er þegar kominn til þýska stórliðsins Kiel. Markakóngur á bæði HM U19 og EM U18 Óli Mittún var kosinn besti leikmaðurinn á EM undir átján ára í fyrra og var bæði markahæstur á HM U19 í ár og EM U18 í fyrra. Hann skoraði 87 mörk á HM 2023 þar sem Færeyingar urðu í áttunda sæti og skoraði 80 mörk á EM 2022 þar sem færeyska liðið varð í níunda sæti. Færeyingar komust á EM sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti í sínum riðli. Markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni var Hákun av Teigum með 39 mörk í sex leikjum en Óli Mittún skoraði 26 mörk í sex leikjum og Elias á Skipagötu var með 25 mörk en lék aðeins fjóra af sex leikjum. Spila í Berlín Í úrslitakeppninni spilar liðið í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi og verður hann spilaður í Mercedes-Benz Arena höllinni í Berlín. Fyrsti leikur liðsins er á móti Slóveníu 11. janúar sem verður sögulegur dagur fyrir færeyskar íþróttir. Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Landsliðshópur Færeyja í Íslandsferðinni: Markverðir: Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen (NOR) Pauli Jacobsen, HØJ (DEN) Útileikmenn: Ísak Vedelsbøl, H71 Teis Horn Rasmussen, Århus HC (DEN) Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand (NOR) Pætur Mikkjalsson, Hallby (SWE) Leivur Mortensen, Frederiksberg IF (DEN) Rói Berg Hansen, HØJ (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Peter Krogh, Århus HC (DEN) Kjartan Johansen, Bækkelaget (NOR) Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Óli Mittún, IK Sävehof (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby (SWE) Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF (DEN) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Bjarni í Selvindi, Kristiansand (NOR)
Færeyjar Handbolti EM 2024 í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira