Íslenska bútasaumsfélagið – þrjú hundruð konur og einn karl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2023 20:31 Fjórar af konunum, sem eiga heiðurinn af sýningunni og uppsetningu hennar. Frá vinstri. Margrét Óskarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Kristín Erlendsdóttir og Selma Gísladóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu bútasaumskonur og einn karlmaður opnuðu sýningu á verkum sínum í dag í Hafnarfirði þar sem sjá má fjölbreytt úrval af allskonar bútasaumi. Ellefu ára stelpa sýnir líka verk sín. Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins Hafnarfjörður Handverk Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins
Hafnarfjörður Handverk Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira