Lífið

Snjórinn fallinn

Bjarki Sigurðsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Baldur Heimisson er rekstrarstjórinn á Dönsku kránni.
Baldur Heimisson er rekstrarstjórinn á Dönsku kránni. Stöð 2

J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59.

Baldur Heimisson, rekstrarstjóri Dönsku krárinnar, segir að vel hafi gengið í dag.

„Þetta er búið að vera alveg geggjað. Aðkoman frábær, það er búið að vera happy hour frá opnun, frír bjór, töframaður, snittur, allur pakkinn.“

Lúðrasveit hafi séð um að skemmta gestum í dag og Baldur segir að Sverrir Bergmann muni troða upp í kvöld.

Hugtakið „snjórinn fellur“ er notað þegar klukkan slær 20:59, til að fagna því að jólabjórinn sé kominn til byggða. Baldur segir tímasetninguna eiga sér skýringar.

„Það var þannig að fyrir 42 árum þegar Tuborg Julebryg kemur fyrst þá var hann of seinn á barina. Þá átti hann að koma á barina á slaginu 8 en honum var dælt klukkan 20:59. Og það hefur bara verið reglan síðan – haldist svoleiðis.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×