Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við.
Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams.
Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves.
„Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“
Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart.
„Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“