28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2023 20:30 Kári Allansson, þriðjuvaktarstjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi. Félagarnir byrjuðu á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna þar sem þeir héldu smá athöfn til að fagna nýrri plötu kórsins, sem er nú komin á Spotify. Lagið var tekið og mikil og góð stemming var á staðnum. Eftir það hélt kórinn á Flúðir í heimsókn til Karlakórs Hreppamanna þar sem boðið var upp á hrossakjöt með öllu tilheyrandi. Á heimleiðinni á laugardaginn var komið við í sundlauginni á Selfossi og lagið tekið í heita pottinum og Mullersæfingar gerðar á bakkanum. Allt eins og það á að vera. „Það er ægilega gaman hjá okkur, það hefur alltaf verið rosalega gaman hjá okkur fyrst og fremst. Út á það gengur þetta og það eru sérstök forréttindi að fá að tilheyra samfélagi karlakóra á Íslandi. Það er einhver besta íþrótt sem völ er á,” segir Kári Allansson, þriðjuvaktastjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Félagar í Esju höfðu sérstaklega gaman af því að gera nokkrar Mullersæfingar á stéttinni hjá Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera í karlakór, hvað er það að gefa mönnum? „Það er nú bara bræðralagið, bræðraþelið og einhvers staðar þurfa vondir að vera á þessum síðustu og verstu tímum þegar okkar kyn sætir miklum ákúrum frá betri helmingnum fyrir að standa okkur ekki nógu vel á þriðju vaktinni. Og það er svona sem við söfnum kröftum í bræðraþeli og komum til baka endurnærðir og glaðir og erum almennt til friðs á okkar heimilum,” bætir Kári við glottandi út í annað. 28 karlar í karlakórnum tóku lagið í heita pottinum í sundlauginni á Selfossi á laugardaginn á heimleið sinni í skemmtiferð um Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða karlakórsins Árborg Hrunamannahreppur Kórar Sundlaugar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Félagarnir byrjuðu á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna þar sem þeir héldu smá athöfn til að fagna nýrri plötu kórsins, sem er nú komin á Spotify. Lagið var tekið og mikil og góð stemming var á staðnum. Eftir það hélt kórinn á Flúðir í heimsókn til Karlakórs Hreppamanna þar sem boðið var upp á hrossakjöt með öllu tilheyrandi. Á heimleiðinni á laugardaginn var komið við í sundlauginni á Selfossi og lagið tekið í heita pottinum og Mullersæfingar gerðar á bakkanum. Allt eins og það á að vera. „Það er ægilega gaman hjá okkur, það hefur alltaf verið rosalega gaman hjá okkur fyrst og fremst. Út á það gengur þetta og það eru sérstök forréttindi að fá að tilheyra samfélagi karlakóra á Íslandi. Það er einhver besta íþrótt sem völ er á,” segir Kári Allansson, þriðjuvaktastjóri Karlakórsins Esju eins og hann kynnir sig sjálfur. Félagar í Esju höfðu sérstaklega gaman af því að gera nokkrar Mullersæfingar á stéttinni hjá Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson En að vera í karlakór, hvað er það að gefa mönnum? „Það er nú bara bræðralagið, bræðraþelið og einhvers staðar þurfa vondir að vera á þessum síðustu og verstu tímum þegar okkar kyn sætir miklum ákúrum frá betri helmingnum fyrir að standa okkur ekki nógu vel á þriðju vaktinni. Og það er svona sem við söfnum kröftum í bræðraþeli og komum til baka endurnærðir og glaðir og erum almennt til friðs á okkar heimilum,” bætir Kári við glottandi út í annað. 28 karlar í karlakórnum tóku lagið í heita pottinum í sundlauginni á Selfossi á laugardaginn á heimleið sinni í skemmtiferð um Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða karlakórsins
Árborg Hrunamannahreppur Kórar Sundlaugar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira