Lífið

Fékk hug­myndina að eigin próteindrykk að­eins 22 ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Róbert lét verkin tala.
Róbert lét verkin tala.

Róbert Freyr Samaniego fékk einn daginn hugmynd af sínum eigin próteindrykk, DONE, sem hann svo í kjölfarið lét verða að veruleika að framleiða og selja.

Sindri Sindrason hitti þennan unga athafnarmann á dögunum og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 gærkvöldi.

„Ég var mikið í íþróttum sem krakki, var í fótbolta, sundi körfubolta og bara í öllum íþróttum. Þegar þú ert í íþróttum þá viltu reyna afkasta sem mest og ég fór að hugsa um mataræðið og fór að fylgjast með fólki sem er búið að ná langt í sinni grein og því var tilvalið að fara kynna sér hvað fólk er að setja ofan í sig og það kemur í raun hugmyndafræðin á bakvið DONE,“ segir Róbert sem er 27 ára en hann var aðeins 22 ára þegar hann fékk hugmyndina að drykknum. Að hans mati var vöntun á hollu millimáli fyrir fólk í hreyfingu.

„Ég meiðist árið 2017, alveg mjög mikið. Ég byrja að meiðast þegar ég er yngri og þetta er búið að fylgja mér svolítið í gegnum tíðina. En þarna var ég eiginlega bara alveg off. Þannig að ég fer að ferjast og njóta lífsins þarna og þegar ég er að ferðast komst ég aldrei í neinn próteindrykk, fólk úti vissi ekkert hvað ég væri að tala um. Fólkið þekkir bara dúnkana. Þá fékk ég þá hugmynd að þarna væri eitthvað tækifæri.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en fyrir áskrifendur er hægt að sjá það í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Fékk hugmyndina að eigin próteindrykk aðeins 22 ára





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.