Lífið

Selja­skóli og Landa­kots­skóli á­fram í Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Alls tóku 215 ungmenni þátt í atriðunum í gærkvöldi.
Alls tóku 215 ungmenni þátt í atriðunum í gærkvöldi. Reykjavík/Anton Bjarni

Atriði Seljaskóla og Landakotsskóla komust áfram í úrslit á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Átta grunnskólar tóku þátt á öðru undanúrslitakvöldinu – Árbæjarskóli, Dalskóli, Rimaskóli, Seljaskóli, Landakotsskóli, Víkurskóli, Hólabrekkuskóli og Langholtsskóli. Alls tóku 215 ungmenni þátt í atriðunum í gærkvöldi.

Í úrslit komust Seljaskóli með atriðið Fer þetta svona? og Landakotsskóli með atriðið Á bakvið tjöldin?

Á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks komust Hagaskóli áfram með atriðið Líttu upp, taktu eftir og Laugalækjarskóli með atriðið Dagurinn hennar mömmu.

Frá úndanúrslitakvöldinu í gærkvöldi.Reykjavík/Anton Bjarni

Í heildina eru um sjö hundruð þátttakendur í Skrekk í ár en keppnin fer fram í Borgarleikhúsinu.

Undankvöldin eru þrjú og fer það síðasta fram í kvöld. Úrslitin ráðast svo mánudagskvöldið 13. nóvember.

Skrekkur er nú haldinn í 33. sinn en það var Réttarholtsskóli sem bar sigur úr býtum á síðasta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×