Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Una Torfadóttir er einlæg í viðtali um lífið og tilveruna í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Una er gestur. Þar ræðir hún barnæskuna í Vesturbænum, innblásturinn að lögunum sínum og hvernig það var að alast upp sem dóttir einnar þekktustu stjórnmálakonu landsins, Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Una kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári. Á þessu ári átti hún lag Hinsegin daganna og stýrði fjöldasöngi þúsunda kvenna og kvára í kvennaverkfalli á Arnarhóli. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Una Torfadóttir Býr enn í íbúðinni sem hún fæddist í Hún segist oft vera spurð að því hvort það sé ekki erfitt að berskjalda sig í lögunum sínum. Una dregur innblásturinn að lögunum sínum úr eigin lífsreynslu. „En þá segi ég einmitt bara: „Það er ekkert nýtt undir sólinni og ekkert sem ég hef upplifað er eitthvað original, þannig að það þýðir ekkert að skammast sín fyrir tilfinningar sínar, eða einhverjar upplifanir. Fyrir mér er allavega ekkert mjög vandræðalegt að tala um svona persónulega hluti, af því að ég veit að það vita allir hvað ég er að tala um.“ Una ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og segist elska hverfið. Hún væri til í að búa þar áfram en langar þó að prófa að flytja til útlanda einn daginn og út á land. „Ég bý ennþá í íbúðinni sem ég fæddist í. Ég er sko heimafædd. Mamma mín var svoleiðis töffari árið 2000 og vildi gera þetta bara sjálf. Engin verkjalyf eða neitt. Tók ekki einu sinni íbúfen. Ótrúleg. Og ég bý ennþá í þessari sömu blokkaríbúð á Hjarðarhaga.“ Una segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir margt. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Óttaðist að verða svarti sauðurinn í fjölskyldunni Una á ekki langt að sækja tónlistarnáðargáfuna en foreldrar hennar, þau Torfi Hjartarson og Svandís Svavarsdóttir, kynntust í dómkórnum. „Þannig að þau kynnast í gegnum músík og það er píanó inni í stofu heima, það var til gítar og rafbassi, og ukulele og munnharpa og þríhorn og allskonar hljóðfæri,“ segir Una hlæjandi. Hún er yngst fjögurra systkina og öll lærðu þau að spila á hljóðfæri. Una segist hafa spilað á klarinett þar til hún var tólf ára en segir að söngurinn hafi alltaf átt hug sinn og hjarta. Hún var einnig í stúlknakór Neskirkju þar sem hún segist hafa notið sín vel. „Ég man að ég óttaðist að ég yrði svarti sauðurinn í fjölskyldunni ef ég gæti ekki lært að radda eftir eyranu,“ segir Una hlæjandi. Hún segist vera gríðarlega þakklát fyrir það hvernig tónlistinni var haldið að þeim systkinunum í æsku, hún muni búa að því alla ævi. Ábyrgðinni velt yfir á stelpur Una hefur alltaf látið sig jafnréttismál varða. Fimmtán ára gömul í Hagaskóla var hún ein af höfundum sviðslistaverksins Elsku stelpur sem sigraði Skrekk það árið. Ári síðar, sextán ára gömul hélt hún ræðu á kvennafrídeginum. „Ég hef alltaf verið með stórar tilfinningar, mikla réttlætiskennd,“ segir Una og bætir því við að foreldrar sínir séu miklir feminístar. „Mamma mín sem fyrirmynd, hún er bara þannig týpa að hún lætur engan vaða yfir sig og systir mín er líka svoleiðis, algjör töffari. Þannig voru svona mínar helstu kvenfyrirmyndir, þannig að ég hef alltaf verið frekar ákveðin og ekki stressuð í kringum stráka sem eru eitthvað góðir með sig.“ Una segist hafa staðið í hárinu á strákum með stæla í grunnskóla og svarað fyrir sig. Hún hafi oft fengið skammir fyrir að vera að gera vesen úr hlutunum og segist Una því miður telja að boðskapur Skrekksatriðsins eigi enn við í dag. „Að oft fá strákar rosalega mikið pláss í grunnskóla til þess að prófa sig áfram, testa mörkin, segja ljóta hluti og það er einhvern veginn afskrifað sem eitthvað þroskaskref.“ Á meðan sé sett miklu meiri ábyrgð á stelpur. Að vera kurteisar og prúðar. „Ég man bara eftir því að fá oft kommentið: „Una, ekki vera að gefa honum athygli, hann er bara að biðja um athygli.“ Ég sagði: „Nei hann er ekki bara að biðja um athygli, hann er að ráðast á mig. Þá má ég svara fyrir mig. Og það var svona þessi reiði sem blundaði í mér og svo mörgum vinkonum mínum líka sem kallaði fram þetta Skrekksatriði.“ Atriðið var tveimur árum síðar árið 2017 gert að myndbandi í leikstjórn Guðnýjar Rós Þórhallsdóttur. Þurfti að hafa sig alla við til að fara ekki að skæla Una kom eins og áður segir fram á Arnarhóli í kvennaverkfallinu þann 24. október síðastliðinn. Þar flutti hún lagið Áfram stelpur og tóku þúsundir undir. „Mamma kenndi mér þetta lag þegar ég var lítil og ég fór með mömmu á kvennaverkfall og ég man að mér fannst bara rosalega mikilvægt að kunna þetta. Ég er líka einmitt alin upp við það að maður á að láta sig hluti varða, maður á ekki að vera passívur gagnvart samfélaginu, maður á að taka þátt og maður á að berjast fyrir því sem maður trúir á.“ Hvernig var tilfinningin þegar allar þessar konur og kvárar tóku undir með þér? „Ég þurfti bara að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla. Ég setti bara alla gremjuorkuna í það að syngja. Þetta var alveg magnað. Líka þegar allur hóllinn tók undir um leið og ég byrjaði að syngja. Það var bara svo mikill kraftur. Og ég held að þetta hafi líka verið svo mikil losun fyrir svo mörg okkur að syngja þetta lag.“ Þetta er persónulegt? „Þetta er mjög persónulegt. Það er nefnilega málið. Það er einhver svona kjarnorka í því þegar maður getur tekið svona persónulegar upplifanir, sem maður burðast með, bara dag frá degi og sett þær í stærra samhengi og áttað sig á því að: Hey, ég er ekki eina manneskjan sem líður svona. Bara að sjá okkur öll hér.“ Una steig á svið ásamt vöskum hópi kvenna á Arnarhóli. Ræða Unu og söngur hefst á mínútu 06:45. Erfitt þegar talað var illa um mömmu Una segir að hún hafi átt erfiðara með það þegar hún var lítil að fylgjast með mömmu sinni á vettvangi stjórnmálanna. Hún segist þakklát fyrir mömmu sína, sem sé fyrst og fremst mikill lífskúnstner. „Það var erfiðara þegar ég var lítil, af því að það er náttúrulega bara svo rosalega vont þegar maður er lítið barn, að það sé verið að tala illa um mömmu í fréttunum, eða að eitthvað fólk sé að skrifa eitthvað ljótt og svona. En það sem ég er svo þakklát fyrir er að ég hef alltaf getað verið stolt af mömmu minni.“ Hún segir þær mæðgur vera sammála um flest. Eftir því sem hún hafi elst hafi hún fengið meiri innsýn í það hve flókið það sé að fara með völd. „Af því að það er svo góð tilfinning að vera einhvern veginn laus við ábyrgð og geta verið með stórar skoðanir og stórar yfirlýsingar en svo um leið og þú færð tækifæri til þess að breyta hlutunum þá þarftu einhvern veginn að taka allskonar dót inn í reikninginn sem þú vildir helst ekkert þurfa að pæla í.“ Vísir/Vilhelm Una segir að sér þyki mamma sín gera það mjög vel. Hún segist vera montin af henni og hvað hún sé óhrædd við að fara inn í óþægilegar aðstæður en samt vera samkvæm sjálfri sér og heiðarleg. „En hún vandar sig alltaf og hún er ekki í þessu til að verða vinsæl heldur er hún í þessu til að hafa áhrif og mér finnst það aðdáunarvert. Þannig að í dag er ég bara ógeðslega stolt af henni og montin af henni og auðvitað er það ógeðslega leiðinlegt þegar það verða einhver átök og fólk er mjög ósátt og sumir segja eitthvað sem er kannski ekki málefnanlegt.“ Umræðan er oft mjög harkaleg um mömmu þína? „Akkúrat. En svo er það líka að mamma er svo mikill lífskúnstner og það er kannski það sem ég vil helst segja þegar einhver spyr hvernig það er að vera dóttir hennar. Að það er bara minnsti parturinn af okkar sambandi að hún sé í pólitík. Heldur er hún líka bara skemmtilegasta kona sem ég þekki og ógeðslega flink og hæfileikarík og ótrúlega tilfinninganæm, hefur alltaf verið svo góð við vini mína og allir eru velkomnir heima hjá okkur, hún bara spjallar við alla sem ég þekki. Hún er bara svo skemmtileg.“ Málar bara sjálfsmyndir Una gaf í fyrra út plötuna Flækt og týnd og einmana. Hún segist sækja innblásturinn fyrir lög sín í eigin lífsreynslu. „Hingað til bara einvörðungu. Ég er mitt eina viðfangsefni,“ segir Una hlæjandi. Hún segist meira að segja eitt sinn sem unglingur hafa samið lag sem enn er óútgefið, þar sem í er að finna línan: „Ég mála bara sjálfsmyndir.“ „Ég trúi að listamenn geti verið að fást vi allskonar viðfangsefni í listinni sinni en þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við alltaf að fjalla um okkur sjálf. Við erum alltaf bara að mála einhverja sjálfsmynd.“ Una segir að hún hafi byrjað að semja tónlist af því að hún hafi þurft á því að halda. Hún hafi þurft að koma tilfinningum sínum í orð og breyta erfiðum tilfinningum í eitthvað fallegt, eitthvað sem gæti einn daginn mögulega látið einhverjum öðrum líða betur, jafnvel Unu sjálfri. „Það sem mér finnst líka gerast þegar ég sem lag, sérstaklega þegar mér líður illa, þá er ég að gefa tilfinningunni pláss og vægi og ég er að taka tilfinninguna alvarlega. Og það er ofboðslega heilandi að gera það. Festa hana í eitthvað, breyta henni í listaverk. Og svo er það bara til. Þá getur maður skoðað það utan frá þegar tilfinningin er liðin hjá. Þá getur maður munað: Svona leið mér einu sinni. Það var mjög raunverulegt.“ Una var tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaunum í ár. Dóra Júlía hitti hana og ræddi við hana um tónlistina hennar. Þetta er svona sálgæsla? „Já, algjörlega. Maður er einhvern veginn svona að melta tilfinninguna og skoða hana frá allskonar sjónarhornum og átta sig á því hvað hún er sammannleg. Allt sem maður getur mögulega upplifað hefur einhver annar upplifað áður.“ Una segir að einu skiptin sem sér þyki erfitt að sækja í eigin reynslu við lagasmíðina og berskjalda sig frammi fyrir alþjóð sé þegar aðrar manneskjur eigi í hlut. Þá vill hún vanda sig. „Mér finnst ekkert mál að berskjalda mig en mér finnst að ég þurfi að vanda mig þegar ég er augljóslega að syngja um einhvern annan. Þá vil ég vera sanngjörn og ég vil ekki segja eitthvað leiðinlegt,“ segir Una. „Af því að nú er ég komin með eitthvað platform og ég get verið að tjá mig rosa mikið og þá fæ ég kannski sjálfkrafa einhverja samúð, sem hinn aðilinn fær ekki. Þannig að mér finnst það stundum svolítið vandasamt en mér finnst það líka bara gott aðhald, af því að ég vil vera heil og sönn í listinni minni. Mig langar ekkert að vera leiðinleg. Þannig að mér finnst bara hollt að vera meðvituð um það.“ Una segir lag sitt Fyrrverandi dæmi um slíkt lag. Þar syngur hún um fyrrverandi kærustu. „Það er til dæmis dæmi um lag þar sem ég var svona svolítið að passa mig. Að segja ekki of mikið, en þetta er samt líka ekkert skrítið viðfangsefni, fólk veit alveg hvað ég er að tala um og það er fullt a fólki sem tengir.“ Tilbúin til þess að loka krabbameinskaflanum Una gekk í gegnum erfið veikindi aðeins tuttugu ára gömul árið 2020. Þá greindist hún með krabbamein í heila. Hún hefur verið opinská með veikindin alla tíð en þau vöktu landsathygli þegar móðir hennar greindi frá veikindum hennar. Una segir að þegar hún hafi byrjað að gefa út tónlist þar síðasta vor í fyrra hafi fólk strax tengt veikindin við hana. Margir hafi til að mynda haldið að lag hennar Ekkert að hafi fjallað um veikindin en hún samdi lagið tveimur árum fyrr. „Og jú ég talaði svolítið um þetta í viðtölum og svona en ég fann að ég var einhvern veginn kannski farin að hleypa öllu samfélaginu aðeins of nálægt mér og ég var svona: „Ókei nú þarf ég aðeins að slaka á með það að tala svona mikið um þetta,“ segir Una. „Ég held að í dag, allavega á þeim stað sem ég er á núna, þá er þetta svona tímabil sem var mjgö erfitt en gaf mér líka mjög mikið. Ég lærði rosalega margt um sjálfa mig og dýpkaði öll samböndin mín við vini mína og fjölskyldu og þakklæti mitt fyrir lífið. Þannig að ég er svona einhvern veginn að reyna að skilja við þennan kafla.“ View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Una segist skilja vel mikinn áhuga á veikindum hennar. Hún viti að hann komi frá góðum stað. „En svo stundum hugsa ég líka bara um það, að það er svo fátt um þetta að segja annað en bara: Þetta var glatað. Það var ógeðslega leiðinlegt að lenda í þessu og ég er svo þakklát fyrir það að mér hafi batnað og að ég sé bara hraust í dag. Það er kraftaverk miðað við það sem á horfði.“ Þú ert tilbúin í lífið? Og að sleppa tökunum af þessu? „Algjörlega. Hundrað prósent.“ Þú hefur leitað í eigin lífsreynslu þegar þú semur, þú ert ekkert farin að sækja í þennan kafla? „Nei ég hef ekki gert það hingað til en mig grunar að ég muni gera það seinna. Ég held að ég þurfi meiri fjarlægð á þetta til þess að geta samið um þetta. Ég skrifaði mjög mikið á meðan ég var veik. Ég skrifaði mjög mikið í dagbók og pældi mjög mikið í þessu, þannig að það er fullt til af pælingum. En þetta er svona saga sem ég held að verði sögð síðar.“ Una flutti lagið Ekkert að í söfnunarþlættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf í fyrra. Vinnur að nýrri plötu Una ákvað að hætta á sviðslistabraut í Listaháskólanum þegar hún veiktist og einbeita sér að því að sigrast á krabbameininu. Hún segist ekki halda að hún muni fara aftur í LHÍ en segist alls ekki búin að loka leikhúsdyrunum. „Ég elska leikhúsið og er bara mjög opin fyrir því að halda áfram að fikra mig áfram í því,“ segir Una sem bætir því við að hún hafi alltaf upplifað mikla loddaratilfinningu sem leikari þegar hún tók þátt í starfi Herranætur í MR. Una vinnur nú að nýrri plötu ásamt kærastanum sínum, tónlistarmanninum Hafsteini Þráinssyni. Um verður að ræða samansafn af lögum sem hún samdi sem unglingur og nýrri lögum. „Við erum að setja þau öll í svona nýjan búning, svolítið stórar útsetningar sumar, strengir og blásturshljóðfæri,“ segir Una sem segir eiginlegan útgáfudag ekki enn hafa verið ákveðinn. „Þetta eru fullt af lögum sem mér þykir ofboðslega vænt um. Það er svo gaman að vera að vinna með Haffa sem er svo flinkur, hann er svo skapandi í sínum útsetningum og við erum bara drullugóð í því að vinna saman, þannig að ég er mjög spennt að leyfa fólki að heyra útkomuna.“ Hægt er að horfa á Einkalífið í heild sinni á Vísi. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Una er gestur. Þar ræðir hún barnæskuna í Vesturbænum, innblásturinn að lögunum sínum og hvernig það var að alast upp sem dóttir einnar þekktustu stjórnmálakonu landsins, Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Una kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári. Á þessu ári átti hún lag Hinsegin daganna og stýrði fjöldasöngi þúsunda kvenna og kvára í kvennaverkfalli á Arnarhóli. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Una Torfadóttir Býr enn í íbúðinni sem hún fæddist í Hún segist oft vera spurð að því hvort það sé ekki erfitt að berskjalda sig í lögunum sínum. Una dregur innblásturinn að lögunum sínum úr eigin lífsreynslu. „En þá segi ég einmitt bara: „Það er ekkert nýtt undir sólinni og ekkert sem ég hef upplifað er eitthvað original, þannig að það þýðir ekkert að skammast sín fyrir tilfinningar sínar, eða einhverjar upplifanir. Fyrir mér er allavega ekkert mjög vandræðalegt að tala um svona persónulega hluti, af því að ég veit að það vita allir hvað ég er að tala um.“ Una ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og segist elska hverfið. Hún væri til í að búa þar áfram en langar þó að prófa að flytja til útlanda einn daginn og út á land. „Ég bý ennþá í íbúðinni sem ég fæddist í. Ég er sko heimafædd. Mamma mín var svoleiðis töffari árið 2000 og vildi gera þetta bara sjálf. Engin verkjalyf eða neitt. Tók ekki einu sinni íbúfen. Ótrúleg. Og ég bý ennþá í þessari sömu blokkaríbúð á Hjarðarhaga.“ Una segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir margt. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Óttaðist að verða svarti sauðurinn í fjölskyldunni Una á ekki langt að sækja tónlistarnáðargáfuna en foreldrar hennar, þau Torfi Hjartarson og Svandís Svavarsdóttir, kynntust í dómkórnum. „Þannig að þau kynnast í gegnum músík og það er píanó inni í stofu heima, það var til gítar og rafbassi, og ukulele og munnharpa og þríhorn og allskonar hljóðfæri,“ segir Una hlæjandi. Hún er yngst fjögurra systkina og öll lærðu þau að spila á hljóðfæri. Una segist hafa spilað á klarinett þar til hún var tólf ára en segir að söngurinn hafi alltaf átt hug sinn og hjarta. Hún var einnig í stúlknakór Neskirkju þar sem hún segist hafa notið sín vel. „Ég man að ég óttaðist að ég yrði svarti sauðurinn í fjölskyldunni ef ég gæti ekki lært að radda eftir eyranu,“ segir Una hlæjandi. Hún segist vera gríðarlega þakklát fyrir það hvernig tónlistinni var haldið að þeim systkinunum í æsku, hún muni búa að því alla ævi. Ábyrgðinni velt yfir á stelpur Una hefur alltaf látið sig jafnréttismál varða. Fimmtán ára gömul í Hagaskóla var hún ein af höfundum sviðslistaverksins Elsku stelpur sem sigraði Skrekk það árið. Ári síðar, sextán ára gömul hélt hún ræðu á kvennafrídeginum. „Ég hef alltaf verið með stórar tilfinningar, mikla réttlætiskennd,“ segir Una og bætir því við að foreldrar sínir séu miklir feminístar. „Mamma mín sem fyrirmynd, hún er bara þannig týpa að hún lætur engan vaða yfir sig og systir mín er líka svoleiðis, algjör töffari. Þannig voru svona mínar helstu kvenfyrirmyndir, þannig að ég hef alltaf verið frekar ákveðin og ekki stressuð í kringum stráka sem eru eitthvað góðir með sig.“ Una segist hafa staðið í hárinu á strákum með stæla í grunnskóla og svarað fyrir sig. Hún hafi oft fengið skammir fyrir að vera að gera vesen úr hlutunum og segist Una því miður telja að boðskapur Skrekksatriðsins eigi enn við í dag. „Að oft fá strákar rosalega mikið pláss í grunnskóla til þess að prófa sig áfram, testa mörkin, segja ljóta hluti og það er einhvern veginn afskrifað sem eitthvað þroskaskref.“ Á meðan sé sett miklu meiri ábyrgð á stelpur. Að vera kurteisar og prúðar. „Ég man bara eftir því að fá oft kommentið: „Una, ekki vera að gefa honum athygli, hann er bara að biðja um athygli.“ Ég sagði: „Nei hann er ekki bara að biðja um athygli, hann er að ráðast á mig. Þá má ég svara fyrir mig. Og það var svona þessi reiði sem blundaði í mér og svo mörgum vinkonum mínum líka sem kallaði fram þetta Skrekksatriði.“ Atriðið var tveimur árum síðar árið 2017 gert að myndbandi í leikstjórn Guðnýjar Rós Þórhallsdóttur. Þurfti að hafa sig alla við til að fara ekki að skæla Una kom eins og áður segir fram á Arnarhóli í kvennaverkfallinu þann 24. október síðastliðinn. Þar flutti hún lagið Áfram stelpur og tóku þúsundir undir. „Mamma kenndi mér þetta lag þegar ég var lítil og ég fór með mömmu á kvennaverkfall og ég man að mér fannst bara rosalega mikilvægt að kunna þetta. Ég er líka einmitt alin upp við það að maður á að láta sig hluti varða, maður á ekki að vera passívur gagnvart samfélaginu, maður á að taka þátt og maður á að berjast fyrir því sem maður trúir á.“ Hvernig var tilfinningin þegar allar þessar konur og kvárar tóku undir með þér? „Ég þurfti bara að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla. Ég setti bara alla gremjuorkuna í það að syngja. Þetta var alveg magnað. Líka þegar allur hóllinn tók undir um leið og ég byrjaði að syngja. Það var bara svo mikill kraftur. Og ég held að þetta hafi líka verið svo mikil losun fyrir svo mörg okkur að syngja þetta lag.“ Þetta er persónulegt? „Þetta er mjög persónulegt. Það er nefnilega málið. Það er einhver svona kjarnorka í því þegar maður getur tekið svona persónulegar upplifanir, sem maður burðast með, bara dag frá degi og sett þær í stærra samhengi og áttað sig á því að: Hey, ég er ekki eina manneskjan sem líður svona. Bara að sjá okkur öll hér.“ Una steig á svið ásamt vöskum hópi kvenna á Arnarhóli. Ræða Unu og söngur hefst á mínútu 06:45. Erfitt þegar talað var illa um mömmu Una segir að hún hafi átt erfiðara með það þegar hún var lítil að fylgjast með mömmu sinni á vettvangi stjórnmálanna. Hún segist þakklát fyrir mömmu sína, sem sé fyrst og fremst mikill lífskúnstner. „Það var erfiðara þegar ég var lítil, af því að það er náttúrulega bara svo rosalega vont þegar maður er lítið barn, að það sé verið að tala illa um mömmu í fréttunum, eða að eitthvað fólk sé að skrifa eitthvað ljótt og svona. En það sem ég er svo þakklát fyrir er að ég hef alltaf getað verið stolt af mömmu minni.“ Hún segir þær mæðgur vera sammála um flest. Eftir því sem hún hafi elst hafi hún fengið meiri innsýn í það hve flókið það sé að fara með völd. „Af því að það er svo góð tilfinning að vera einhvern veginn laus við ábyrgð og geta verið með stórar skoðanir og stórar yfirlýsingar en svo um leið og þú færð tækifæri til þess að breyta hlutunum þá þarftu einhvern veginn að taka allskonar dót inn í reikninginn sem þú vildir helst ekkert þurfa að pæla í.“ Vísir/Vilhelm Una segir að sér þyki mamma sín gera það mjög vel. Hún segist vera montin af henni og hvað hún sé óhrædd við að fara inn í óþægilegar aðstæður en samt vera samkvæm sjálfri sér og heiðarleg. „En hún vandar sig alltaf og hún er ekki í þessu til að verða vinsæl heldur er hún í þessu til að hafa áhrif og mér finnst það aðdáunarvert. Þannig að í dag er ég bara ógeðslega stolt af henni og montin af henni og auðvitað er það ógeðslega leiðinlegt þegar það verða einhver átök og fólk er mjög ósátt og sumir segja eitthvað sem er kannski ekki málefnanlegt.“ Umræðan er oft mjög harkaleg um mömmu þína? „Akkúrat. En svo er það líka að mamma er svo mikill lífskúnstner og það er kannski það sem ég vil helst segja þegar einhver spyr hvernig það er að vera dóttir hennar. Að það er bara minnsti parturinn af okkar sambandi að hún sé í pólitík. Heldur er hún líka bara skemmtilegasta kona sem ég þekki og ógeðslega flink og hæfileikarík og ótrúlega tilfinninganæm, hefur alltaf verið svo góð við vini mína og allir eru velkomnir heima hjá okkur, hún bara spjallar við alla sem ég þekki. Hún er bara svo skemmtileg.“ Málar bara sjálfsmyndir Una gaf í fyrra út plötuna Flækt og týnd og einmana. Hún segist sækja innblásturinn fyrir lög sín í eigin lífsreynslu. „Hingað til bara einvörðungu. Ég er mitt eina viðfangsefni,“ segir Una hlæjandi. Hún segist meira að segja eitt sinn sem unglingur hafa samið lag sem enn er óútgefið, þar sem í er að finna línan: „Ég mála bara sjálfsmyndir.“ „Ég trúi að listamenn geti verið að fást vi allskonar viðfangsefni í listinni sinni en þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við alltaf að fjalla um okkur sjálf. Við erum alltaf bara að mála einhverja sjálfsmynd.“ Una segir að hún hafi byrjað að semja tónlist af því að hún hafi þurft á því að halda. Hún hafi þurft að koma tilfinningum sínum í orð og breyta erfiðum tilfinningum í eitthvað fallegt, eitthvað sem gæti einn daginn mögulega látið einhverjum öðrum líða betur, jafnvel Unu sjálfri. „Það sem mér finnst líka gerast þegar ég sem lag, sérstaklega þegar mér líður illa, þá er ég að gefa tilfinningunni pláss og vægi og ég er að taka tilfinninguna alvarlega. Og það er ofboðslega heilandi að gera það. Festa hana í eitthvað, breyta henni í listaverk. Og svo er það bara til. Þá getur maður skoðað það utan frá þegar tilfinningin er liðin hjá. Þá getur maður munað: Svona leið mér einu sinni. Það var mjög raunverulegt.“ Una var tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaunum í ár. Dóra Júlía hitti hana og ræddi við hana um tónlistina hennar. Þetta er svona sálgæsla? „Já, algjörlega. Maður er einhvern veginn svona að melta tilfinninguna og skoða hana frá allskonar sjónarhornum og átta sig á því hvað hún er sammannleg. Allt sem maður getur mögulega upplifað hefur einhver annar upplifað áður.“ Una segir að einu skiptin sem sér þyki erfitt að sækja í eigin reynslu við lagasmíðina og berskjalda sig frammi fyrir alþjóð sé þegar aðrar manneskjur eigi í hlut. Þá vill hún vanda sig. „Mér finnst ekkert mál að berskjalda mig en mér finnst að ég þurfi að vanda mig þegar ég er augljóslega að syngja um einhvern annan. Þá vil ég vera sanngjörn og ég vil ekki segja eitthvað leiðinlegt,“ segir Una. „Af því að nú er ég komin með eitthvað platform og ég get verið að tjá mig rosa mikið og þá fæ ég kannski sjálfkrafa einhverja samúð, sem hinn aðilinn fær ekki. Þannig að mér finnst það stundum svolítið vandasamt en mér finnst það líka bara gott aðhald, af því að ég vil vera heil og sönn í listinni minni. Mig langar ekkert að vera leiðinleg. Þannig að mér finnst bara hollt að vera meðvituð um það.“ Una segir lag sitt Fyrrverandi dæmi um slíkt lag. Þar syngur hún um fyrrverandi kærustu. „Það er til dæmis dæmi um lag þar sem ég var svona svolítið að passa mig. Að segja ekki of mikið, en þetta er samt líka ekkert skrítið viðfangsefni, fólk veit alveg hvað ég er að tala um og það er fullt a fólki sem tengir.“ Tilbúin til þess að loka krabbameinskaflanum Una gekk í gegnum erfið veikindi aðeins tuttugu ára gömul árið 2020. Þá greindist hún með krabbamein í heila. Hún hefur verið opinská með veikindin alla tíð en þau vöktu landsathygli þegar móðir hennar greindi frá veikindum hennar. Una segir að þegar hún hafi byrjað að gefa út tónlist þar síðasta vor í fyrra hafi fólk strax tengt veikindin við hana. Margir hafi til að mynda haldið að lag hennar Ekkert að hafi fjallað um veikindin en hún samdi lagið tveimur árum fyrr. „Og jú ég talaði svolítið um þetta í viðtölum og svona en ég fann að ég var einhvern veginn kannski farin að hleypa öllu samfélaginu aðeins of nálægt mér og ég var svona: „Ókei nú þarf ég aðeins að slaka á með það að tala svona mikið um þetta,“ segir Una. „Ég held að í dag, allavega á þeim stað sem ég er á núna, þá er þetta svona tímabil sem var mjgö erfitt en gaf mér líka mjög mikið. Ég lærði rosalega margt um sjálfa mig og dýpkaði öll samböndin mín við vini mína og fjölskyldu og þakklæti mitt fyrir lífið. Þannig að ég er svona einhvern veginn að reyna að skilja við þennan kafla.“ View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Una segist skilja vel mikinn áhuga á veikindum hennar. Hún viti að hann komi frá góðum stað. „En svo stundum hugsa ég líka bara um það, að það er svo fátt um þetta að segja annað en bara: Þetta var glatað. Það var ógeðslega leiðinlegt að lenda í þessu og ég er svo þakklát fyrir það að mér hafi batnað og að ég sé bara hraust í dag. Það er kraftaverk miðað við það sem á horfði.“ Þú ert tilbúin í lífið? Og að sleppa tökunum af þessu? „Algjörlega. Hundrað prósent.“ Þú hefur leitað í eigin lífsreynslu þegar þú semur, þú ert ekkert farin að sækja í þennan kafla? „Nei ég hef ekki gert það hingað til en mig grunar að ég muni gera það seinna. Ég held að ég þurfi meiri fjarlægð á þetta til þess að geta samið um þetta. Ég skrifaði mjög mikið á meðan ég var veik. Ég skrifaði mjög mikið í dagbók og pældi mjög mikið í þessu, þannig að það er fullt til af pælingum. En þetta er svona saga sem ég held að verði sögð síðar.“ Una flutti lagið Ekkert að í söfnunarþlættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf í fyrra. Vinnur að nýrri plötu Una ákvað að hætta á sviðslistabraut í Listaháskólanum þegar hún veiktist og einbeita sér að því að sigrast á krabbameininu. Hún segist ekki halda að hún muni fara aftur í LHÍ en segist alls ekki búin að loka leikhúsdyrunum. „Ég elska leikhúsið og er bara mjög opin fyrir því að halda áfram að fikra mig áfram í því,“ segir Una sem bætir því við að hún hafi alltaf upplifað mikla loddaratilfinningu sem leikari þegar hún tók þátt í starfi Herranætur í MR. Una vinnur nú að nýrri plötu ásamt kærastanum sínum, tónlistarmanninum Hafsteini Þráinssyni. Um verður að ræða samansafn af lögum sem hún samdi sem unglingur og nýrri lögum. „Við erum að setja þau öll í svona nýjan búning, svolítið stórar útsetningar sumar, strengir og blásturshljóðfæri,“ segir Una sem segir eiginlegan útgáfudag ekki enn hafa verið ákveðinn. „Þetta eru fullt af lögum sem mér þykir ofboðslega vænt um. Það er svo gaman að vera að vinna með Haffa sem er svo flinkur, hann er svo skapandi í sínum útsetningum og við erum bara drullugóð í því að vinna saman, þannig að ég er mjög spennt að leyfa fólki að heyra útkomuna.“ Hægt er að horfa á Einkalífið í heild sinni á Vísi. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira