Fyrsta stikla GTA 6 væntanleg í desember Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 20:59 Það eru allir fyrir löngu síðan komnir með nóg af þeim Trevor, Franklin og Michael. Loks er GTA 6 á sjóndeildarhringnum. Rockstar Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út. Frekari upplýsingar um leikinn gætu þó litið dagsins ljós strax í þessari viku, samkvæmt heimildum Bloomberg. Í svokölluðum exum á X-síðu Rockstar (áður Twitter) í dag segir að fyrirtækið eigi 25 ára afmæli um þessar mundir og að starfsmenn þess hlakki mikið til að sýna fólki fyrstu stiklu GTA6 snemma í desember. We are very excited to let you know that in early December, we will release the first trailer for the next Grand Theft Auto. We look forward to many more years of sharing these experiences with all of you.Thank you,Sam Houser— Rockstar Games (@RockstarGames) November 8, 2023 Rockstar staðfesti loksins í febrúar í fyrra að verið væri að vinna að nýjum GTA-leik en fregnir hafa borist af því að hann eigi að gerast í Vice City, sem er GTA-útgáfa af Miami. Sú borg var síðast heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002. Eins og í GTA 5 á að vera hægt að spila sem fleiri en ein persóna. Að þessu sinni er talið að hægt verði að spila sem kona og karl. Hakkarar birtu í fyrra myndband af frumgerð leiksins. Sky News segir breska táninga hafa verið ákærða fyrir tölvuárásina og fyrir að reyna að kúga forsvarsmenn Rockstar. GTA 5 kostaði Rockstar 265 milljónir dala en hefur selst í rúmlega 185 milljónum eintaka, sem gerir leikinn að næst söluhæsta leik sögunnar, á eftir leiknum Minecraft. Leikurinn hefur verið uppfærður og gefinn út á nýjar kynslóðir leikjatölva en GTA 5 kom fyrst út þegar PlayStation 3 var helsta leikjatölvan. Það er þó fjölspilunarhluti leiksins sem hefur reynst gullgæs Rockstar Games. Í tíu ár hefur fyrirtækið halað inn peningum í gegnum þann hluta, þar sem spilurum hefur boðist að eyða raunverulegum peningum til að kaupa sér peninga í leiknum, sem eru svo notaðir til að kaupa vopn, bíla, þyrlur, föt og annað. GTA 5 varð talinn arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar árið 2018 en þá hafði leikurinn selst í rúmlega níutíu milljón eintökum. Lengi hefur verið talið að forsvarsmenn Rockstar hafi ekkert verið að drífa sig við gerð nýs leiks, þar sem GTA 5 hefur áfram skilað fyrirtækinu miklum hagnaði. Í millitíðinni gerði fyrirtækið leikinn Red Dead Redemption 2, sem undirrituðum þykir einn af heimsins bestu leikjum. Fjölspilunarhluti hans hefur samt ekki nærri því skilað sambærilegum tekjum og GTA 5. Ekki liggur fyrir hvenær GTA 6 á að koma út en líkur hafa verið leiddar að því að það gerist á seinni hluta næsta árs. Er það vegna þess að forsvarsmenn Rockstar hafa tilkynnt töluverða aukningu í fjárútlátum vegna auglýsinga á næsta ári. Leikjavísir Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Frekari upplýsingar um leikinn gætu þó litið dagsins ljós strax í þessari viku, samkvæmt heimildum Bloomberg. Í svokölluðum exum á X-síðu Rockstar (áður Twitter) í dag segir að fyrirtækið eigi 25 ára afmæli um þessar mundir og að starfsmenn þess hlakki mikið til að sýna fólki fyrstu stiklu GTA6 snemma í desember. We are very excited to let you know that in early December, we will release the first trailer for the next Grand Theft Auto. We look forward to many more years of sharing these experiences with all of you.Thank you,Sam Houser— Rockstar Games (@RockstarGames) November 8, 2023 Rockstar staðfesti loksins í febrúar í fyrra að verið væri að vinna að nýjum GTA-leik en fregnir hafa borist af því að hann eigi að gerast í Vice City, sem er GTA-útgáfa af Miami. Sú borg var síðast heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002. Eins og í GTA 5 á að vera hægt að spila sem fleiri en ein persóna. Að þessu sinni er talið að hægt verði að spila sem kona og karl. Hakkarar birtu í fyrra myndband af frumgerð leiksins. Sky News segir breska táninga hafa verið ákærða fyrir tölvuárásina og fyrir að reyna að kúga forsvarsmenn Rockstar. GTA 5 kostaði Rockstar 265 milljónir dala en hefur selst í rúmlega 185 milljónum eintaka, sem gerir leikinn að næst söluhæsta leik sögunnar, á eftir leiknum Minecraft. Leikurinn hefur verið uppfærður og gefinn út á nýjar kynslóðir leikjatölva en GTA 5 kom fyrst út þegar PlayStation 3 var helsta leikjatölvan. Það er þó fjölspilunarhluti leiksins sem hefur reynst gullgæs Rockstar Games. Í tíu ár hefur fyrirtækið halað inn peningum í gegnum þann hluta, þar sem spilurum hefur boðist að eyða raunverulegum peningum til að kaupa sér peninga í leiknum, sem eru svo notaðir til að kaupa vopn, bíla, þyrlur, föt og annað. GTA 5 varð talinn arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar árið 2018 en þá hafði leikurinn selst í rúmlega níutíu milljón eintökum. Lengi hefur verið talið að forsvarsmenn Rockstar hafi ekkert verið að drífa sig við gerð nýs leiks, þar sem GTA 5 hefur áfram skilað fyrirtækinu miklum hagnaði. Í millitíðinni gerði fyrirtækið leikinn Red Dead Redemption 2, sem undirrituðum þykir einn af heimsins bestu leikjum. Fjölspilunarhluti hans hefur samt ekki nærri því skilað sambærilegum tekjum og GTA 5. Ekki liggur fyrir hvenær GTA 6 á að koma út en líkur hafa verið leiddar að því að það gerist á seinni hluta næsta árs. Er það vegna þess að forsvarsmenn Rockstar hafa tilkynnt töluverða aukningu í fjárútlátum vegna auglýsinga á næsta ári.
Leikjavísir Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira