Erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið að komast í undanúrslitin 2024 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í CrossFit Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin hafa tilkynnt fyrirkomulagið í undankeppni heimsleikanna á næsta ári og það er nokkuð um breytingar frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þessu ári. Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast. CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast.
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira