„Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 20:01 Júlía Margrét ætlar að smakka allar þær bjórtegundir sem eru í boði í Glasgow á næstu dögum með móður sinni. Lilja Margrét Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. Að sögn Júlíu hafa síðastliðnir mánuðir einkennst mikilli ringulreið og vanlíðan en hún lætur ekki deigan síga og horfir björtum augum fram á veginn. Júlía Margrét „Þannig er lífið stundum, það lemur mann niður svo maður geti risið eins og Fönixinn á ný. Jesú reis upp á þriðja degi, ég var ekki svo fljót en finn hvað það er margt gaman framundan,“ segir Júlía full tilhlökkunar fyrir helgarferð til Glasgow með móður sinni. „Ég ætla að drekka allar bjórtegundirnar og kaupa ljótt jólaskraut.“ Júlía Margrét situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Einhleypan á Vísi. Aldur? 36 ára og þriggja mánaða. Starf? Ég er rithöfundur, ritstjóri menningarvefs á RÚV, dagskrárgerðarkona á Rás 1 og Rás 2, handritshöfundur og leikstjóri en fyrst og fremst eigandi Jónasar von Kattakaffihús sem er feiti gamli besti kisinn sem býr með mér. Áhugamál? Það skemmtilegasta sem ég geri er að gleyma mér í löngum samtölum við fólk sem segir skemmtilegar sögur um lífið og þessa rugluðu tilveru af dýpt og húmor. Ég elska að tengjast fólki, vera með vinum og eignast nýja, klappa kisum, drekka bjór og syngja í karókí. Gælunafn eða hliðarsjálf? Þegar ég geri eitthvað mjög lúðalegt kemur stundum fram hliðarsjálfið Júlli Magg. Svo þegar mesti dólgurinn kemur fram þá birtist hliðarsjálfið sem kallar sig Abú og hefur miklar meiningar um menn og málefni. En það fá afar fáir að hitta hann. Aldur í anda? Ég er mjög mikið yngsta barn og elska það. Stundum þarf fólkið í kringum mig að minna mig á allt því ég týni öllu og stundum sjálfri mér og er gleymin og utanvið mig. Og mamma mín hringir reglulega til að segja mér að vera í ullarsokkum. Ég elska að vera smá krakki en stundum finnst mér ég alveg hundrað ára þegar heimsósóminn hellist yfir mig. Menntun? Ég er með BA gráðu í heimspeki, mastersgráðu í ritlist og aðra í kvikmyndagerð. Hef aldrei lært neitt hagnýtt en hef alltaf elskað að vera í skólanum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Heimsósómi með dassi af húmor Guilty pleasure kvikmynd? Það er ekki til tala nógu stór til að ná utan um það hvað ég hef oft horft á You’ve got mail. Hún eldist ekki einu sinni frábærlega en það er bara eitthvað við það þegar Tom Hanks segir: Don’t cry shopgirl sem fær mig til að trúa aftur á ástina. via GIPHY Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var með æði fyrir Skotlandi, svo það er gaman að vera að fara að endurupplifa kynnin við land og þjóð. Ég var með skoska leikarann Ewan McGregor á heilanum og plaköt af honum, í mannhæð, um alla veggi. Svo dýrkaði ég líka Fran Healy í hljómsveitinni Travis guðdómlegur og var með það á heilanum að hann ætti afmæli sama dag og ég. Hugsaði alltaf til hans með mikilli hlýju á afmælisdaginn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Ég segi aldrei eitthvað svona: „Núna hljópstu á þig Júlía mín.” Gerir fólk það? Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Ég sko hata að fara í sturtu og að gera allt sem veldur miklum hávaða eins og að ryksuga (sem auðvitað allir aðrir elska að gera). En ég syng alltaf í baði, það er líka svo góður hljómur þar. Patsy Cline, allur katalógurinn, er mikið tekinn. Svo færi ég hana í karókí. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Það sem systurdætrum mínum finnst mest miðaldra við mig (og listinn er langur) er að ég er eiginlega ekki virk á neinu forriti nema Facebook. Ég hendi ennþá í langa statusa og þær þurfa reglulega að minna mig á að það sé ekkert rosalega kúl. Ertu á stefnumótaforritum? Neibbs, guð ég þori því ekki. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Stundum sem allt of auðtrúa aumingja en oftast sem sæmilega góðri manneskju, dýravini og oft finnst mér ég bara reynast fáránlega sterk þegar á hólminn er komið. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég fékk systurdóttur mína Ninju, vinkonu mína Júlíu og aðra vinkonu mína Önnu Maríu til að svara þessu hérna strax. Orðin sem komu úr krafsinu eru spaugsöm, ráðsnjöll og hollviljug. Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin og svo Funheit, eldklár og opinfyrirnagdýrum. Mörg eff í þessu, kannski er það eitthvað teikn. Júlía Margrét Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Mér finnst heiðarleiki, kaldhæðni, dýpt og góðmennska fáránlega sexý. Það er ruglað hot að vera góð manneskja. En óheillandi? Óheiðarleiki, eigingirni, sjálfselska og skeytingarleysi Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Mig langar að segja köttur, því ég tengi mest við þá en oftast finnst mér ég ekki nógu svöl. Ég væri líklega eitthvað svona nagdýr, ekki alveg naggrís heldur svona sæmilega sjálfsætt. Kannski þvottabjörn sem væri bara fucking around í New York með þvottabjarnagengi að veiða pizzur úr ruslatunnum og valda usla. Það væri allavega mjög gaman. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Sjitt. Ég myndi bara vilja hafa systur mínar, systurdætur mínar og vini mína hjá mér að hlæja að öllu, minna mig á hvað allt er frábært og æðislegt og að dansa við lögin með Pitbull með mér. Það væri alveg fyndið ef Jesú væri á DJ græjunum og breytti vatni í vín fyrir dansgólfið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er nógu liðug til að geta sleikt á mér tærnar, en gríp sjaldan til þess. Ég er líka ógeðslega góð í að gera gott klemmubrauð. Galdurinn er ein tiltekin sósa sem flestir eiga í ísskápnum sínum en ég vil ekki gefa upp galdurinn. Svo kann ég einn alveg ruglaðan spilagaldur sem fær fólk til að gefa í skyn að ég hefði verið brennd á miðöldum hann er svo magnaður. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það skemmtilegasta sem ég hef á ævinni gert er að snorkla í tærum grískum sjó. En Pitbulldans og Patsy Cline söngur til að hreinsa hjartað eru hlutir sem klikka aldrei. Að klappa kisum og faðma fólk sem maður treystir. Og þá það sé klisja ætla ég líka bara að segja að það er óendanlega skemmtilegt að hlæja að einhverju fyndnu. Um daginn táraðist ég í vinnunni þegar við fórum að tala um einhverja flökkusögu um að Richard Gere fílaði að láta troða mús upp í rassgatið á sér. Dagurinn hafði verið erfiður fram að því en þegar maður hlær svona innilega finnur maður hvernig það rofar alltaf til og allt er í raun fyndið, skrýtið og skemmtilegt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að ryksuga, fara í sturtu með miklum hávaða og kannski fyrst og fremst að ofhugsa niður í blúsinn. Ertu A eða B týpa? Mér líður best þegar ég er í A. Ég get ekki sagt að ég valhoppi blístrandi fram úr rúminu en mér finnst best að fara snemma í bólið. Hvernig viltu eggin þín? Ég borða helst ekki egg en þá er best að skrambla þau bara, setja salt og tabasco. Bókstaflega allt í veröldinni er betra með tabasco. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart, frekar þunnt, sykurlaust og helst í æð. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst mjög gaman að fara á 12 Tóna, Röntgen er líka ofarlega þegar það er skemmtilegur plötusnúður en um daginn fór ég með svona níu skáldkonum á Mónakó að dansa og það var eitt skemmtilegasta kvöld lífs míns. Félagsskapurinn er mikilvægari en staðsetningin. Ertu með einhvern bucket lista? Mig langar að snorkla miklu meira, klára allavega nítján skáldsögur í viðbót og verja endalausum tíma með vinum mínum. Draumastefnumótið? Það er með góðri manneskju sem getur sagt fyndnar sögur, spilastokkur svo við getum spilað ólsen ólsen, löngum bíltúr, nokkrum bjórum og hlýju faðmlagi Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég er með rosalegt æði fyrir söngtextum og hlusta miklu frekar á tónlist ef textinn nær mér heldur en melódían. Ég er fáránlega fljót að læra texta og klúðra þeim sjaldnast. Sorrí með mig. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég horfði á nýjan þátt á RÚV sem heitir TJÚTT þar sem farið er yfir það helsta í íslensku djammlífi í gegnum árin. Það er sjúklega skemmtilegur þáttur sem ég mæli mikið með. Hvaða bók lastu síðast? Í fullri hreinskilni þá las ég bókina Heimsmeistarinn sem pabbi minn var að gefa út. Ég er með mjög stóran stafla á náttborðinu sem ég hlakka óendanlega til að hakka í mig yfir jólin en fjölskyldan gengur fyrir svo hann fór beint fremst í röðina. Og sú bók er alveg frábær. Hvað er Ást? Á meðan ég kláraði að svara þessu hringdi mamma, bað mig að koma að hitta sig á kaffihúsi og bætti við: Ég hef alltaf áhyggjur af því hvort þú borðir ekki ástin mín. Ætli það sé ekki ást í efsta stigi? Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Að sögn Júlíu hafa síðastliðnir mánuðir einkennst mikilli ringulreið og vanlíðan en hún lætur ekki deigan síga og horfir björtum augum fram á veginn. Júlía Margrét „Þannig er lífið stundum, það lemur mann niður svo maður geti risið eins og Fönixinn á ný. Jesú reis upp á þriðja degi, ég var ekki svo fljót en finn hvað það er margt gaman framundan,“ segir Júlía full tilhlökkunar fyrir helgarferð til Glasgow með móður sinni. „Ég ætla að drekka allar bjórtegundirnar og kaupa ljótt jólaskraut.“ Júlía Margrét situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Einhleypan á Vísi. Aldur? 36 ára og þriggja mánaða. Starf? Ég er rithöfundur, ritstjóri menningarvefs á RÚV, dagskrárgerðarkona á Rás 1 og Rás 2, handritshöfundur og leikstjóri en fyrst og fremst eigandi Jónasar von Kattakaffihús sem er feiti gamli besti kisinn sem býr með mér. Áhugamál? Það skemmtilegasta sem ég geri er að gleyma mér í löngum samtölum við fólk sem segir skemmtilegar sögur um lífið og þessa rugluðu tilveru af dýpt og húmor. Ég elska að tengjast fólki, vera með vinum og eignast nýja, klappa kisum, drekka bjór og syngja í karókí. Gælunafn eða hliðarsjálf? Þegar ég geri eitthvað mjög lúðalegt kemur stundum fram hliðarsjálfið Júlli Magg. Svo þegar mesti dólgurinn kemur fram þá birtist hliðarsjálfið sem kallar sig Abú og hefur miklar meiningar um menn og málefni. En það fá afar fáir að hitta hann. Aldur í anda? Ég er mjög mikið yngsta barn og elska það. Stundum þarf fólkið í kringum mig að minna mig á allt því ég týni öllu og stundum sjálfri mér og er gleymin og utanvið mig. Og mamma mín hringir reglulega til að segja mér að vera í ullarsokkum. Ég elska að vera smá krakki en stundum finnst mér ég alveg hundrað ára þegar heimsósóminn hellist yfir mig. Menntun? Ég er með BA gráðu í heimspeki, mastersgráðu í ritlist og aðra í kvikmyndagerð. Hef aldrei lært neitt hagnýtt en hef alltaf elskað að vera í skólanum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Heimsósómi með dassi af húmor Guilty pleasure kvikmynd? Það er ekki til tala nógu stór til að ná utan um það hvað ég hef oft horft á You’ve got mail. Hún eldist ekki einu sinni frábærlega en það er bara eitthvað við það þegar Tom Hanks segir: Don’t cry shopgirl sem fær mig til að trúa aftur á ástina. via GIPHY Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var með æði fyrir Skotlandi, svo það er gaman að vera að fara að endurupplifa kynnin við land og þjóð. Ég var með skoska leikarann Ewan McGregor á heilanum og plaköt af honum, í mannhæð, um alla veggi. Svo dýrkaði ég líka Fran Healy í hljómsveitinni Travis guðdómlegur og var með það á heilanum að hann ætti afmæli sama dag og ég. Hugsaði alltaf til hans með mikilli hlýju á afmælisdaginn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Ég segi aldrei eitthvað svona: „Núna hljópstu á þig Júlía mín.” Gerir fólk það? Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Ég sko hata að fara í sturtu og að gera allt sem veldur miklum hávaða eins og að ryksuga (sem auðvitað allir aðrir elska að gera). En ég syng alltaf í baði, það er líka svo góður hljómur þar. Patsy Cline, allur katalógurinn, er mikið tekinn. Svo færi ég hana í karókí. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Það sem systurdætrum mínum finnst mest miðaldra við mig (og listinn er langur) er að ég er eiginlega ekki virk á neinu forriti nema Facebook. Ég hendi ennþá í langa statusa og þær þurfa reglulega að minna mig á að það sé ekkert rosalega kúl. Ertu á stefnumótaforritum? Neibbs, guð ég þori því ekki. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Stundum sem allt of auðtrúa aumingja en oftast sem sæmilega góðri manneskju, dýravini og oft finnst mér ég bara reynast fáránlega sterk þegar á hólminn er komið. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég fékk systurdóttur mína Ninju, vinkonu mína Júlíu og aðra vinkonu mína Önnu Maríu til að svara þessu hérna strax. Orðin sem komu úr krafsinu eru spaugsöm, ráðsnjöll og hollviljug. Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin og svo Funheit, eldklár og opinfyrirnagdýrum. Mörg eff í þessu, kannski er það eitthvað teikn. Júlía Margrét Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Mér finnst heiðarleiki, kaldhæðni, dýpt og góðmennska fáránlega sexý. Það er ruglað hot að vera góð manneskja. En óheillandi? Óheiðarleiki, eigingirni, sjálfselska og skeytingarleysi Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Mig langar að segja köttur, því ég tengi mest við þá en oftast finnst mér ég ekki nógu svöl. Ég væri líklega eitthvað svona nagdýr, ekki alveg naggrís heldur svona sæmilega sjálfsætt. Kannski þvottabjörn sem væri bara fucking around í New York með þvottabjarnagengi að veiða pizzur úr ruslatunnum og valda usla. Það væri allavega mjög gaman. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Sjitt. Ég myndi bara vilja hafa systur mínar, systurdætur mínar og vini mína hjá mér að hlæja að öllu, minna mig á hvað allt er frábært og æðislegt og að dansa við lögin með Pitbull með mér. Það væri alveg fyndið ef Jesú væri á DJ græjunum og breytti vatni í vín fyrir dansgólfið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er nógu liðug til að geta sleikt á mér tærnar, en gríp sjaldan til þess. Ég er líka ógeðslega góð í að gera gott klemmubrauð. Galdurinn er ein tiltekin sósa sem flestir eiga í ísskápnum sínum en ég vil ekki gefa upp galdurinn. Svo kann ég einn alveg ruglaðan spilagaldur sem fær fólk til að gefa í skyn að ég hefði verið brennd á miðöldum hann er svo magnaður. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það skemmtilegasta sem ég hef á ævinni gert er að snorkla í tærum grískum sjó. En Pitbulldans og Patsy Cline söngur til að hreinsa hjartað eru hlutir sem klikka aldrei. Að klappa kisum og faðma fólk sem maður treystir. Og þá það sé klisja ætla ég líka bara að segja að það er óendanlega skemmtilegt að hlæja að einhverju fyndnu. Um daginn táraðist ég í vinnunni þegar við fórum að tala um einhverja flökkusögu um að Richard Gere fílaði að láta troða mús upp í rassgatið á sér. Dagurinn hafði verið erfiður fram að því en þegar maður hlær svona innilega finnur maður hvernig það rofar alltaf til og allt er í raun fyndið, skrýtið og skemmtilegt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að ryksuga, fara í sturtu með miklum hávaða og kannski fyrst og fremst að ofhugsa niður í blúsinn. Ertu A eða B týpa? Mér líður best þegar ég er í A. Ég get ekki sagt að ég valhoppi blístrandi fram úr rúminu en mér finnst best að fara snemma í bólið. Hvernig viltu eggin þín? Ég borða helst ekki egg en þá er best að skrambla þau bara, setja salt og tabasco. Bókstaflega allt í veröldinni er betra með tabasco. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart, frekar þunnt, sykurlaust og helst í æð. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Mér finnst mjög gaman að fara á 12 Tóna, Röntgen er líka ofarlega þegar það er skemmtilegur plötusnúður en um daginn fór ég með svona níu skáldkonum á Mónakó að dansa og það var eitt skemmtilegasta kvöld lífs míns. Félagsskapurinn er mikilvægari en staðsetningin. Ertu með einhvern bucket lista? Mig langar að snorkla miklu meira, klára allavega nítján skáldsögur í viðbót og verja endalausum tíma með vinum mínum. Draumastefnumótið? Það er með góðri manneskju sem getur sagt fyndnar sögur, spilastokkur svo við getum spilað ólsen ólsen, löngum bíltúr, nokkrum bjórum og hlýju faðmlagi Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég er með rosalegt æði fyrir söngtextum og hlusta miklu frekar á tónlist ef textinn nær mér heldur en melódían. Ég er fáránlega fljót að læra texta og klúðra þeim sjaldnast. Sorrí með mig. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég horfði á nýjan þátt á RÚV sem heitir TJÚTT þar sem farið er yfir það helsta í íslensku djammlífi í gegnum árin. Það er sjúklega skemmtilegur þáttur sem ég mæli mikið með. Hvaða bók lastu síðast? Í fullri hreinskilni þá las ég bókina Heimsmeistarinn sem pabbi minn var að gefa út. Ég er með mjög stóran stafla á náttborðinu sem ég hlakka óendanlega til að hakka í mig yfir jólin en fjölskyldan gengur fyrir svo hann fór beint fremst í röðina. Og sú bók er alveg frábær. Hvað er Ást? Á meðan ég kláraði að svara þessu hringdi mamma, bað mig að koma að hitta sig á kaffihúsi og bætti við: Ég hef alltaf áhyggjur af því hvort þú borðir ekki ástin mín. Ætli það sé ekki ást í efsta stigi?
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira