Lífið

Þrjá­tíu leiðir til að hækka sölu­verð um fimm til átta prósent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll notaði níutíu fermetra íbúð í Grafarvoginum til að sýna hvað hægt sé að gera til að auka verðmæti eignar.
Páll notaði níutíu fermetra íbúð í Grafarvoginum til að sýna hvað hægt sé að gera til að auka verðmæti eignar.

Það hafa mjög margir áhuga á fasteignamarkaðnum og eru Íslendingar reglulegir gestir inni á fasteignasíðu Vísis til að mynda.

Það virðist sem svo að eignir sitji lengur á markaðnum í dag en fyrir tveimur til þremur árum. Sindri Sindrason fór yfir það í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig hægt sé að gera íbúðina aðeins meira spennandi í augum fólks.

Til þess fékk hann aðstoð frá fasteignasalanum Páli Heiðari Pálssyni. Efnahagsástandið gerir það vissulega að verkum að fólk er aðeins fastara á sínum dag í dag. Vextir eru hærri og afborganir sömuleiðis.

Allir vilja mögulega besta verðið fyrir sínar eignir og fór Páll vel yfir það hvernig það sé hægt. Þeir skoðuðu níutíu fermetra íbúð í Grafarvoginum. Eitt sem fólk tekur strax eftir það er lykt, lyktin verður að vera góð í íbúðinni þegar hún er í söluferli. Einnig þarf að huga vel að birtunni.

Annað sem er í raun nauðsynlegt að gera það er að fækka mublum í íbúðinni og sýna plássið betur. Það væri sniðugt því að létta á íbúðinni fyrir opið hús. Alls eru 30 atriði sem hægt er að gera fyrir opið hús sem ætti að auka söluverðið.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Íslandi í dag en áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinn á Stöð 2+ og á í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Leiðir til að hækka fasteignaverð um fimm til átta prósent





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.